Enski boltinn

Ekki hægt að taka augun af Mourinho

Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að öll augu í vetur verði á Jose Mourinho, stjóra Chelsea, sem tók við liðinu á nýjan leik í sumar.

Það eru fimm ár síðan hann fór frá Chelsea og í millitíðinni þjálfaði hann Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

Villas-Boas vann við hlið Mourinho hjá Porti, Chelsea og Inter og þekkir því ansi vel til Mourinho.

"Það verður ómögulegt að taka augun af Mourinho í vetur. Eitt af hans karaktereinkennum er að draga að sér athylgi. Bæði jákvæðri og neikvæðri. Liðið sjálft þarf aðeins að hafa áhyggjur af því að vinna," sagði Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×