Tvær ungar stelpur brenndust við Geysi 28. mars 2013 17:37 „Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira