Innlent

Tíu nýir veiðiverðir útnefndir á Þingvöllum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Allt veiðieftirlit verður hert fyrir landi þjóðgarðsins á nýbyrjuðu veiðitímabili. Fréttablaðið/Garðar
Allt veiðieftirlit verður hert fyrir landi þjóðgarðsins á nýbyrjuðu veiðitímabili. Fréttablaðið/Garðar
Tíu sjálfboðaliðar úr röðum stangveiðimanna hafa nú verið útnefndir sem veiðiverðir við Þingvallavatn í sumar.

„Við vorum að senda veiðimálastjóra tíu nöfn sem komu frá Landssambandi stangveiðifélaga og Veiðikortinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. „Þeir fá passa upp á það frá veiðimálastjóra. Við erum síðan að stórefla okkar næturvörslu.“

Veiðiverðirnir tíu fá síðan Veiðikortið í þóknun fyrir sitt framlag sem er hluti samkomulags Þingvallanefndar við stangveiðimenn um að hætta við áður ákveðið bann við næturveiði í landi þjóðgarðsins í sumar.

„Saman ætlum við að kveða niður þennan ósóma sem var af hættulegri beitu og skralli sem var þarna á nóttunni,“ segir þjóðgarðsvörður. Veiðitímabilið í þjóðgarðinum byrjaði 1. maí. Silungurinn hefur verið tregur þessa fyrstu daga enda afar svalt í veðri. Hins vegar hafa að undanförnu borist fréttir af veiddum risaurriðum annars staðar í Þingvallavatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×