Bættu 18 milljónum við lán í skuldaskjóli Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. maí 2013 12:00 Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, kynnir endurútreikning lána á vef Umboðsmanns í desember síðastliðnum. Fréttablaðið/GVA Dæmi eru um að lánafyrirtæki hafi bætt dráttarvöxtum við lán sem áður nutu skjóls vegna greiðsluaðlögunar hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið hefur undir höndum gögn um endurútreikning Dróma á fasteignaláni frá Frjálsa hf. þar sem bætt hafði verið við dráttarvöxtum upp á tæpar 18,5 milljónir króna. Í því tilviki hafði skuldarinn séð, eftir að hafa farið með lán sitt, sem stóð í 37 milljónum króna, í gegnum reiknivél á vef Umboðsmanns skuldara, að ná mætti höfuðstól lánsins niður í um 24 milljónir króna og leitaði á þeim forsendum samninga við Dróma og vildi hefja greiðslur á láninu. Endurútreikningur Dróma fór með höfuðstól lánsins í um 24,4 milljónir, en þegar dráttarvextirnir bættust við var skuldin komin í tæpar 42,5 milljónir. Ekkert varð því úr samningum. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir að nokkur erindi hafi borist embættinu vegna dráttarvaxta sem lagðir hafa verið á á greiðsluskjólstímabil. Viðkomandi skuldarar hafi notið skuldaskjóls og hætt við greiðsluaðlögunarferlið, eða fallið úr því af öðrum orsökum. „Og við höfum í samskiptum við kröfuhafa áréttað okkar skilning á því af hverju þetta megi ekki.“ Fái fólk endurútreikning með dráttarvöxtum sem ná yfir skuldaskjólstímabil segir Svanborg að snúa megi sér til Umboðsmanns skuldara vegna þeirra mála. „Þá þarf að mótmæla dráttarvaxtakröfunum á grundvelli sjöundu greinar laga um vexti og verðbætur,“ segir hún, en í lögunum kemur fram að verði atvik sem hvorki er hægt að kenna kröfuhafa eða skuldara um til þess að greiðsla fari ekki fram, þá skuli „ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum“. Sama eigi við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neyti vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa „eða haldi af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar“. Svanborg bendir á að á tímabili greiðsluskjóls sé skuldara með lögum bannað að greiða af kröfum og kröfuhafa bannað að taka á móti greiðslum. „Og þá verður kröfuhafa og skuldara ekki kennt um að greiðsla fari ekki fram,“ segir Svanborg.Gögn Í gögnum sem blaðið hefur undir höndum má sjá hvernig dráttarvöxtum var bætt við lán í endurútreikningi Dróma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Dæmi eru um að lánafyrirtæki hafi bætt dráttarvöxtum við lán sem áður nutu skjóls vegna greiðsluaðlögunar hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið hefur undir höndum gögn um endurútreikning Dróma á fasteignaláni frá Frjálsa hf. þar sem bætt hafði verið við dráttarvöxtum upp á tæpar 18,5 milljónir króna. Í því tilviki hafði skuldarinn séð, eftir að hafa farið með lán sitt, sem stóð í 37 milljónum króna, í gegnum reiknivél á vef Umboðsmanns skuldara, að ná mætti höfuðstól lánsins niður í um 24 milljónir króna og leitaði á þeim forsendum samninga við Dróma og vildi hefja greiðslur á láninu. Endurútreikningur Dróma fór með höfuðstól lánsins í um 24,4 milljónir, en þegar dráttarvextirnir bættust við var skuldin komin í tæpar 42,5 milljónir. Ekkert varð því úr samningum. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir að nokkur erindi hafi borist embættinu vegna dráttarvaxta sem lagðir hafa verið á á greiðsluskjólstímabil. Viðkomandi skuldarar hafi notið skuldaskjóls og hætt við greiðsluaðlögunarferlið, eða fallið úr því af öðrum orsökum. „Og við höfum í samskiptum við kröfuhafa áréttað okkar skilning á því af hverju þetta megi ekki.“ Fái fólk endurútreikning með dráttarvöxtum sem ná yfir skuldaskjólstímabil segir Svanborg að snúa megi sér til Umboðsmanns skuldara vegna þeirra mála. „Þá þarf að mótmæla dráttarvaxtakröfunum á grundvelli sjöundu greinar laga um vexti og verðbætur,“ segir hún, en í lögunum kemur fram að verði atvik sem hvorki er hægt að kenna kröfuhafa eða skuldara um til þess að greiðsla fari ekki fram, þá skuli „ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum“. Sama eigi við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neyti vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa „eða haldi af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar“. Svanborg bendir á að á tímabili greiðsluskjóls sé skuldara með lögum bannað að greiða af kröfum og kröfuhafa bannað að taka á móti greiðslum. „Og þá verður kröfuhafa og skuldara ekki kennt um að greiðsla fari ekki fram,“ segir Svanborg.Gögn Í gögnum sem blaðið hefur undir höndum má sjá hvernig dráttarvöxtum var bætt við lán í endurútreikningi Dróma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira