"Þetta eru einfaldlega umhverfishryðjuverk“ Sunna Valgerðardóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Stafirnir eru á gígbotni Hverfjalls og í Grjótagjá í Mývatnssveit. Þeir eru um tíu metra háir í Grjótagjá en 80 sentimetrar í gígbotninum.mynd/vísir.is „Persónulega held ég að þetta sé keppni í því hver er mesti hálfvitinn. Svona eins og í sjónvarpsþáttunum Jack Ass,“ segir Bergþóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár, um skemmdarverk sem voru unnin í Grjótagjá og gígbotni Hverfjalls í Mývatnssveit. „Þess vegna rukum við ekki með þetta í fjölmiðla strax vegna þess að umfjöllun er oft það sem svona skemmdarvargar eru að óska eftir.“ Orðin „crater“ (gígur) og „cave“ (hellir) hafa verið máluð stórum stöfum á stöðunum tveimur. Bergþóra segir stafina í „crater“ vera um 10 metra háa, en í Grjótagjá, þar sem orðið „cave“ var málað, eru þeir mun minni, eða um 80 sentimetrar. Hún hefur enga hugmynd um hver á hlut að máli, en segir augljóst að brotaviljinn hafi verið einbeittur. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir hún. „Mér dettur ekkert í hug. Þetta er bara algjörlega ofar mínum skilningi hvernig einhver getur gert svona. Þetta eru einfaldlega umhverfishryðjuverk.“ Olíumálning var notuð til skemmdarverkanna og mun það því reynast þrautin þyngri að ná henni í burtu. Umhverfisstofnun mun bera kostnað af hreinsunarstarfinu. Ólafur Þröstur Stefánsson, býflugnabóndi í Mývatnssveit, var á leið ofan í Lofthelli með ferðamenn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ólafur hefur engar sögur heyrt af því hver gæti staðið að baki verknaðinum. „Ég hef ekkert heyrt eða neinar upplýsingar fengið um hvað gæti verið þarna á ferðinni annað en fólk sem er að sækjast eftir einhvers konar athygli,“ segir hann. „En þetta er útpælt, það er alveg ljóst.“ Gríðarlegt magn af málningu fór í spellvirkin og líklega hefur einhvers konar sprautubúnaður verið notaður. Ekki er þó hlaupið að því að koma slíkum búnaði upp á fjallið og ofan í gíginn. Lögreglan á Húsavík rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Persónulega held ég að þetta sé keppni í því hver er mesti hálfvitinn. Svona eins og í sjónvarpsþáttunum Jack Ass,“ segir Bergþóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár, um skemmdarverk sem voru unnin í Grjótagjá og gígbotni Hverfjalls í Mývatnssveit. „Þess vegna rukum við ekki með þetta í fjölmiðla strax vegna þess að umfjöllun er oft það sem svona skemmdarvargar eru að óska eftir.“ Orðin „crater“ (gígur) og „cave“ (hellir) hafa verið máluð stórum stöfum á stöðunum tveimur. Bergþóra segir stafina í „crater“ vera um 10 metra háa, en í Grjótagjá, þar sem orðið „cave“ var málað, eru þeir mun minni, eða um 80 sentimetrar. Hún hefur enga hugmynd um hver á hlut að máli, en segir augljóst að brotaviljinn hafi verið einbeittur. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir hún. „Mér dettur ekkert í hug. Þetta er bara algjörlega ofar mínum skilningi hvernig einhver getur gert svona. Þetta eru einfaldlega umhverfishryðjuverk.“ Olíumálning var notuð til skemmdarverkanna og mun það því reynast þrautin þyngri að ná henni í burtu. Umhverfisstofnun mun bera kostnað af hreinsunarstarfinu. Ólafur Þröstur Stefánsson, býflugnabóndi í Mývatnssveit, var á leið ofan í Lofthelli með ferðamenn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ólafur hefur engar sögur heyrt af því hver gæti staðið að baki verknaðinum. „Ég hef ekkert heyrt eða neinar upplýsingar fengið um hvað gæti verið þarna á ferðinni annað en fólk sem er að sækjast eftir einhvers konar athygli,“ segir hann. „En þetta er útpælt, það er alveg ljóst.“ Gríðarlegt magn af málningu fór í spellvirkin og líklega hefur einhvers konar sprautubúnaður verið notaður. Ekki er þó hlaupið að því að koma slíkum búnaði upp á fjallið og ofan í gíginn. Lögreglan á Húsavík rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira