Innlent

Forsetinn keypti fyrsta armbandið

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Björk Þórarinsdóttir, formaður stjórnar ADHD-samtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD, á Bessastöðum í gær.
Björk Þórarinsdóttir, formaður stjórnar ADHD-samtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD, á Bessastöðum í gær.
Sala á armböndum til styrktar ADHD-samtökunum hófst í gær en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, keypti fyrsta armbandið við formlega athöfn á Bessastöðum. Salan á armböndum er liður í fjáröflun samtakanna en um leið er vakin athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD.

Armböndin eru svört og úr gúmmí með áletrun ADHD-samtakanna. Á armböndunum er einnig að finna „geimstein“ en samkvæmt tilkynningu frá samtökunum á hann að „vísa til þess jákvæða, góða og fallega sem býr í okkur öllum“.

Sala armbandanna er einn liður í margþættum viðburðum sem efnt er til á afmælisárinu en ADHD-samtökin fagna 25 ára afmæli í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×