Innlent

Strandveiðibátur í klandri

Nokkur bera á því að strandveiðibátar bili við veiðar og vill lögskráning gleymast.
Nokkur bera á því að strandveiðibátar bili við veiðar og vill lögskráning gleymast.
Strandveiðibátur var dreginn til hafnar á Patreksfirði í gærkvöldi eftir að stýrisbúnaður bátisns bilaði og hann gat aðeins siglt í hringi.

Fyrr um daginn voru nokkrir aðrir dregnir til hafna vegna bilana, en hvergi skapaðist hættuástand. Þá fann greiningadeild Landhelgisgæslunnar það út að gleymst hafi að lögskrá sjómenn á 60 strandveiðibáta, en við þær aðstæður eru sjómenn ótryggðir. Allir munu hafa getað kippt þessu í lag símleiðis eða í gengum tölvur. Nú verður hlé á veiðunum þar til á mánudag, samkvæmt reglugerð um veiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×