Innlent

Hraðbátur Íslendinga alelda við Finnmörk

Norska landhelgisgæslan kom mönnunum til bjargar.
Norska landhelgisgæslan kom mönnunum til bjargar.
Tveimur Íslendingum var bjargað við illan leik þegar hraðbátur þeirra varð alelda í gær síðdegis fyrir utan Sørøya í Finnmörk.

Mennirnir þurftu að stökkva frá borði þegar eldurinn gaus upp. Norskir fjölmiðlar fjalla um málið og þar kemur fram að norsku landhelgisgæslunni hafi borist neyðarkall frá mönnunum tveimur og var þeim bjargað -- annar þeirra var fluttur á sjúkrahús í Hammerfest og var hann með reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×