Innlent

Búið að slökkva eldinn - sprengihætta enn til staðar

Öllu aðgengi inn í iðnaðarhverfið við Ásvelli í Hafnarfirði hefur verið lokað af lögreglu vegna sprengihættu sem myndaðist þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu. Þar voru gaskútar sem mögulega gátu sprungið.

Allt tiltækt slökkvilið auk fjölda lögreglumanna voru á vettvangi en slökkvistörf ganga vel. Búið er að slökkva eldinn sjálfan og unnið er að því að kæla kútana, því er enn mikil sprengihætta á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×