Dómari útilokar ekki að kona hafi sjálf rifið utan af sér nærbuxur 3. maí 2013 15:08 Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag með því að hafa að morgni fimmtudagsins 11. ágúst 2011, ruðst heimildarlaust inn í íbúð í fjölbýlishúsi og veist þar að barnsmóður og fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann átti að hafa ýtt við henni og rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum að hún hlaut rispu á vinstri mjöðm. Einnig átti hann að hafa hent, annars vegar GSM farsíma konunnar í gólfið og stigið á hann og hins vegar örbylgjuofni í gólfið, með þeim afleiðingum að hvort tveggja skemmdist. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa síðar sama dag , í stigagangi í sama fjölbýlishúsi, veist að sambýlismanni barnsmóður hins sýknaða þannig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í ofn. Maðurinn er sýknaður af húsbroti og eignaspjöll. Í dóminu segir að það sé vegna þess að konan hafi ekki krafist þess sérstaklega að málið yrði kært. Var spiluð upptaka af samskiptum konunnar og réttargæslumanns við lögregluna. Í dómsorði segir orðrétt um þessi samskipti: Undir lok yfirheyrslu segir lögreglumaðurinn við vitnið B. „En þú leggur fram kæru á hendur A fyrir skemmdarverk“. Vitnið grípur fram í og segir, „að skemma hurðina, brotið“. Lögreglumaðurinn segir þá, „húsbrot, ráðast inn á heimilið þitt“. Vitnið grípur aftur fram í og segir, „já mér finnst þetta allt of langt gengið…“ Í framhaldi af því segir lögreglumaðurinn. „Ég ætla, ég líka, að kynna þér þarna bótakröfurétt, þú átt rétt á að leggja fram bótakröfu af því þú hefur orðið fyrir tjóni þannig á ég ekki að bara að bóka það bara“ og virðist lögreglumaðurinn beina orðum sínum að tilnefndum réttargæslumanni sem svarar, „jú, hún áskilur sér rétt til að krefja hann um bætur fyrir það tjón sem hann hefur valdið.“ Út frá þessum samskiptum komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki krafist þess að maðurinn yrði kærður fyrir þennan ákærulið. Um árásina á konuna kemur fram í dómsorði: „Brotaþoli lýsti atvikum þannig að ákærði hafi ýtt við henni, rifið í nærbuxur hennar og hrópað að henni. Vitnið Guðrún Eiríksdóttir læknir bar fyrir dómi að áverki á vinstri mjöðm brotaþola hafi verið lítil grunn rispa á yfirborðinu án blæðingar, líkt og skráma eftir nögl eða núning og hafi áverkinn ekki kallað á aðhlynningu að neinu tagi. Málatilbúnaður ákæruvaldsins verður ekki skilinn á annan hátt en þann að brotaþoli hafi fengið umræddan áverka á vinstri mjöðm við það að ákærði reif utan af henni nærbuxurnar og vísað var til þess að nærbuxurnar, sem lágu frammi í málinu og brotaþoli staðfesti að væru sínar, hafi legið rifnar á gólfi íbúðarinnar þegar lögregla kom á vettvang stuttu síðar. Fyrir liggur að umræddur áverki var óverulegur og þess eðlis að ekki er útilokað að hann hafi myndast fyrir tilstilli brotaþola sjálfs.“ Dómari útilokaði því ekki að konan hefði sjálf rifið af sér nærbuxurnar og hlotið þannig skrámu, auk þess sem fram kemur í dóminum að „verulega ber á milli framburðar ákærða og brotaþola sem í umrætt sinn voru ein í íbúðinni“. Þar af leiðandi var maðurinn sýknaður. Eins var maðurinn sýknaður af því að hafa veitt sambýliskonu mannsins áverka, þar sem engin vitni voru af átökum mannanna. Fyrir áhugasama má finna dóminn hér. Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag með því að hafa að morgni fimmtudagsins 11. ágúst 2011, ruðst heimildarlaust inn í íbúð í fjölbýlishúsi og veist þar að barnsmóður og fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann átti að hafa ýtt við henni og rifið utan af henni nærbuxur með þeim afleiðingum að hún hlaut rispu á vinstri mjöðm. Einnig átti hann að hafa hent, annars vegar GSM farsíma konunnar í gólfið og stigið á hann og hins vegar örbylgjuofni í gólfið, með þeim afleiðingum að hvort tveggja skemmdist. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa síðar sama dag , í stigagangi í sama fjölbýlishúsi, veist að sambýlismanni barnsmóður hins sýknaða þannig að hann féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í ofn. Maðurinn er sýknaður af húsbroti og eignaspjöll. Í dóminu segir að það sé vegna þess að konan hafi ekki krafist þess sérstaklega að málið yrði kært. Var spiluð upptaka af samskiptum konunnar og réttargæslumanns við lögregluna. Í dómsorði segir orðrétt um þessi samskipti: Undir lok yfirheyrslu segir lögreglumaðurinn við vitnið B. „En þú leggur fram kæru á hendur A fyrir skemmdarverk“. Vitnið grípur fram í og segir, „að skemma hurðina, brotið“. Lögreglumaðurinn segir þá, „húsbrot, ráðast inn á heimilið þitt“. Vitnið grípur aftur fram í og segir, „já mér finnst þetta allt of langt gengið…“ Í framhaldi af því segir lögreglumaðurinn. „Ég ætla, ég líka, að kynna þér þarna bótakröfurétt, þú átt rétt á að leggja fram bótakröfu af því þú hefur orðið fyrir tjóni þannig á ég ekki að bara að bóka það bara“ og virðist lögreglumaðurinn beina orðum sínum að tilnefndum réttargæslumanni sem svarar, „jú, hún áskilur sér rétt til að krefja hann um bætur fyrir það tjón sem hann hefur valdið.“ Út frá þessum samskiptum komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki krafist þess að maðurinn yrði kærður fyrir þennan ákærulið. Um árásina á konuna kemur fram í dómsorði: „Brotaþoli lýsti atvikum þannig að ákærði hafi ýtt við henni, rifið í nærbuxur hennar og hrópað að henni. Vitnið Guðrún Eiríksdóttir læknir bar fyrir dómi að áverki á vinstri mjöðm brotaþola hafi verið lítil grunn rispa á yfirborðinu án blæðingar, líkt og skráma eftir nögl eða núning og hafi áverkinn ekki kallað á aðhlynningu að neinu tagi. Málatilbúnaður ákæruvaldsins verður ekki skilinn á annan hátt en þann að brotaþoli hafi fengið umræddan áverka á vinstri mjöðm við það að ákærði reif utan af henni nærbuxurnar og vísað var til þess að nærbuxurnar, sem lágu frammi í málinu og brotaþoli staðfesti að væru sínar, hafi legið rifnar á gólfi íbúðarinnar þegar lögregla kom á vettvang stuttu síðar. Fyrir liggur að umræddur áverki var óverulegur og þess eðlis að ekki er útilokað að hann hafi myndast fyrir tilstilli brotaþola sjálfs.“ Dómari útilokaði því ekki að konan hefði sjálf rifið af sér nærbuxurnar og hlotið þannig skrámu, auk þess sem fram kemur í dóminum að „verulega ber á milli framburðar ákærða og brotaþola sem í umrætt sinn voru ein í íbúðinni“. Þar af leiðandi var maðurinn sýknaður. Eins var maðurinn sýknaður af því að hafa veitt sambýliskonu mannsins áverka, þar sem engin vitni voru af átökum mannanna. Fyrir áhugasama má finna dóminn hér.
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira