Fá úrræði fyrir börn og unglinga sem fremja alvarleg afbrot Ingveldur Geirsdóttir skrifar 3. maí 2013 18:52 Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum. Þau börn og unglingar sem eru úrskurðuð til fangelsisvistar eða í gæsluvarðhald hér á landi geta afplánað á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Síðustu fjögur ár hafi ellefur einstaklingar undir átján ára aldri hafið afplánun í fangelsi eða verið í gæsluvarðhaldi, en aðeins tveir af þeim hafa afplánað á meðferðarheimili. Með nýlegri lögfestingu Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna verða allir undir 18 ára aldri að geta afplánað í meðferð nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi t.d að einstaklingurinn sé mjög ofbeldisfullur. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum segir okkur illa í stakk búin til að taka á alvarlegum glæpum barna og unglinga, það þurfi að vera sérstakt úrræði til taks. „Það er auðvitað svo að þegar vofveiflegir atburðir gerast og unglingar eða börn eiga í hlut, svosem eins og tilraun til manndráps, þá er ekkert úrræði til fyrir ungmenni sem þarf öryggisgæslu t.d vegna þess að viðkomandi getur verið hættulegur öðrum og það er bara alls ekki bjóðandi í nútíma samfélagi," segir Ólafur. Ólafur vill að komið verði á legg úrræði eins og öryggisvistum sem getur strax tekið við unglingum sem fremja alvarleg afbrot. Það sé afleitt að þurfa að koma þeim fyrir á almennri barna- og unglingageðdeild þar sem sé engin öryggisgæsla og börn allt niður í sex ára aldur dvelja. „Það er búið að vera til mjög lengi neyðarvistun fyrir unglinga á Stuðlum, það er í eðli sínu öryggisgæsla. Það sem að við þurfum að gera og viljum gera er að bæta aðstæðurnar á neyðarvistum þannig að það sé hægt að skipta börnum meira upp, svo þeim sé ekki blandað of mikið saman og við höfum fengið fjármagn frá velferðaráðuneytinu til þess að gera það," segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Ekki verður reist unglingafangelsi á Íslandi en Barnaverndarstofa hefur lagt til að útbúin verði ný meðferðarstofnun fyrir 16 til 18 ára unglinga sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og eru í afbrotum. Þar gætu þeir afplánað í staðin fyrir í fangelsi. Ekki hefur fengist fjármagn í það verkefni. Þegar stjórnvöld samþykktu barnasáttmálann voru þau að skuldbinda sig líka til að finna lausnir á þessum vanda? „Já þau voru að því og þurfa að gera það.“ Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum. Þau börn og unglingar sem eru úrskurðuð til fangelsisvistar eða í gæsluvarðhald hér á landi geta afplánað á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Síðustu fjögur ár hafi ellefur einstaklingar undir átján ára aldri hafið afplánun í fangelsi eða verið í gæsluvarðhaldi, en aðeins tveir af þeim hafa afplánað á meðferðarheimili. Með nýlegri lögfestingu Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna verða allir undir 18 ára aldri að geta afplánað í meðferð nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi t.d að einstaklingurinn sé mjög ofbeldisfullur. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum segir okkur illa í stakk búin til að taka á alvarlegum glæpum barna og unglinga, það þurfi að vera sérstakt úrræði til taks. „Það er auðvitað svo að þegar vofveiflegir atburðir gerast og unglingar eða börn eiga í hlut, svosem eins og tilraun til manndráps, þá er ekkert úrræði til fyrir ungmenni sem þarf öryggisgæslu t.d vegna þess að viðkomandi getur verið hættulegur öðrum og það er bara alls ekki bjóðandi í nútíma samfélagi," segir Ólafur. Ólafur vill að komið verði á legg úrræði eins og öryggisvistum sem getur strax tekið við unglingum sem fremja alvarleg afbrot. Það sé afleitt að þurfa að koma þeim fyrir á almennri barna- og unglingageðdeild þar sem sé engin öryggisgæsla og börn allt niður í sex ára aldur dvelja. „Það er búið að vera til mjög lengi neyðarvistun fyrir unglinga á Stuðlum, það er í eðli sínu öryggisgæsla. Það sem að við þurfum að gera og viljum gera er að bæta aðstæðurnar á neyðarvistum þannig að það sé hægt að skipta börnum meira upp, svo þeim sé ekki blandað of mikið saman og við höfum fengið fjármagn frá velferðaráðuneytinu til þess að gera það," segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri á Barnaverndarstofu. Ekki verður reist unglingafangelsi á Íslandi en Barnaverndarstofa hefur lagt til að útbúin verði ný meðferðarstofnun fyrir 16 til 18 ára unglinga sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og eru í afbrotum. Þar gætu þeir afplánað í staðin fyrir í fangelsi. Ekki hefur fengist fjármagn í það verkefni. Þegar stjórnvöld samþykktu barnasáttmálann voru þau að skuldbinda sig líka til að finna lausnir á þessum vanda? „Já þau voru að því og þurfa að gera það.“
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira