Innlent

Formlegar viðræður hefjast um helgina

Með hverjum ætli Sigmundur Davíð hefji stjórnarmyndunarviðræður?
Með hverjum ætli Sigmundur Davíð hefji stjórnarmyndunarviðræður? Mynd/Anton Brink
„Ég vænti þess að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist um helgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Eyjuna í kvöld.

Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndunarumboð frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á þriðjudaginn. Síðan þá hefur hann rætt við formenn allra flokka.

Á Facebooksíðu sinni í kvöld sagðist hann hafa verið að fara í gegnum tölfræðilegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins og hagstærðir með tilliti til nýjustu upplýsinga, eins og hann orðar það.

Í samtali við Eyjuna gat Sigmundur ekki staðfest með hvaða flokki líklegast væri að Framsóknarflokkurinn myndi hefjar formlegar stjórnarmyndunarviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×