Lífið

Hversu lengi varir kynlífið í þínu svefnherbergi?

Sigga Lund skrifar
Það er ekki hægt að neita því að flest erum við forvitin um það sem gerist í svefnherbergjum fólks og það er aðallega vegna þess að við viljum bera það við það sem er að gerast í okkar eigin.

Er kynlífið sem við stundum eins gott og hjá öðrum? Stundum við eins oft kynlíf og hinir?

Glamour tímaritið stóð fyrir könnun ekki alls fyrir löngu þar sem 1000 konur voru spurðar um akkúrat þetta: ,,Hversu lengi varir  forleikurinn og kynlífið í þínu svefnerbergi?”  Það kom í ljós að hjá meiri hluta þessara kvenna varir forleikurinn í aðeins 5-9 mínútur og samfarirnar sjálfar um 10 – 15 mínútur.

Sigga Lund er óhrædd við að ræða kynlíf.MYND/Adalsteinn Sigurdarson.
Niðurstöðurnar koma Siggu á óvart

Persónulega finnst mér þessar niðurstöður koma á óvart . Þetta segir mér ekkert annað að fólk er að flýta sér að stunda kynlíf eins og það er að flýta sér í gegnum allt annað í lífinu. Allt á að vera í einskonar ,,drive through” fíling. Enginn hefur tíma til að virkilega gefa sig í neitt.

En ef ég á líka að vera einlæg og heiðarleg þá viðurkenni ég í sömu andrá að ég gef ég mér ekki alltaf tíma fyrir langan og unaðslegan kynlífsleik. Það er bara alltaf svo mikið að gera. En þetta vekur mann til umhugsunar. Maður á kannski að gefa sér meiri tíma til að lifa og njóta alls þess við eigum í þessu lífi á meðan maður getur?

Sjá meira hér (Siggalund.is).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.