„Viltu far?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun