Rétt slapp úr stígvéli áður en stiginn át það Sunna skrifar 3. janúar 2013 08:00 Aníta Gló haltrar enn eftir að hafa fest stígvélið sitt í rúllustiga rétt fyrir jól. Móðir hennar náði naumlega að koma henni úr stígvélinu áður en það gjöreyðilagðist. Fréttablaðið/Anton „Ég heyrði nuddhljóð í gúmmíi og fór þá að toga í hana, en áttaði mig þá á því að hún var pikkföst. Trappan hafði læst sig í stígvélið hennar sem festist meira eftir því sem við komum neðar. Ég náði að kippa henni úr á endanum en þá hélt stígvélið áfram og rifnaði í sundur.“ Þetta segir Aðalheiður Jensen, móðir hinnar rúmlega tveggja ára gömlu Anítu Glóar, um heldur óskemmtilegt atvik sem átti sér stað í rúllustiganum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. „Ég brást við eins og sönn móðir og fór að öskra. Hún varð ekkert vör við þetta sjálf fyrr en ég fór að tosa í hana.“ Mæðgurnar voru á leið niður rúllustigann í Firði þegar stígvél Anítu festist í stiganum. Móðir hennar náði naumlega að koma stúlkunni úr stígvélinu, en það hélt áfram með stiganum eins og áður sagði og rifnaði í sundur. Því var mikil mildi að ekki fór verr. „Henni brá mjög mikið og var óhuggandi alveg þar til hún sofnaði,“ segir Aðalheiður. „Ég hélt líka að hún væri í molum því ég togaði svo fast í hana, svo ég fór með hana á heilsugæslustöðina. Það er allt í lagi með beinin en hún haltrar enn þá og er með ör á kálfanum eftir rúllustigann.“ Hún hefur ekki farið með Anítu litlu í rúllustiga eftir atvikið. „Það verður haldið á henni hér eftir.“ Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem svona slys gerist í rúllustiganum í Firði, að sögn Alberts Más Steingrímssonar framkvæmdastjóra. Fyrra skiptið var um að ræða barn í fylgd með afa sínum og var það einnig í stígvéli. „Það er í raun ekki hægt að gera neinar breytingar á stiganum,“ segir Albert. „Það er gul lína aftast sem maður á að standa fyrir framan og það verður bara að reyna að fara eftir því.“ Stiginn var tekinn út af Vinnueftirlitinu í nóvember eða desember síðastliðnum og var í hundrað prósent lagi, að sögn Alberts. Hann bendir á að gúmmístígvél séu þó sérstaklega slæm hvað þetta varðar, þar sem gúmmíið getur verið verulega stamt og því fest í stiganum. „Þetta er eitt af þessum slysum sem gerast og því miður ekkert hægt að lagfæra nema passa sig betur,“ segir hann. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
„Ég heyrði nuddhljóð í gúmmíi og fór þá að toga í hana, en áttaði mig þá á því að hún var pikkföst. Trappan hafði læst sig í stígvélið hennar sem festist meira eftir því sem við komum neðar. Ég náði að kippa henni úr á endanum en þá hélt stígvélið áfram og rifnaði í sundur.“ Þetta segir Aðalheiður Jensen, móðir hinnar rúmlega tveggja ára gömlu Anítu Glóar, um heldur óskemmtilegt atvik sem átti sér stað í rúllustiganum í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. „Ég brást við eins og sönn móðir og fór að öskra. Hún varð ekkert vör við þetta sjálf fyrr en ég fór að tosa í hana.“ Mæðgurnar voru á leið niður rúllustigann í Firði þegar stígvél Anítu festist í stiganum. Móðir hennar náði naumlega að koma stúlkunni úr stígvélinu, en það hélt áfram með stiganum eins og áður sagði og rifnaði í sundur. Því var mikil mildi að ekki fór verr. „Henni brá mjög mikið og var óhuggandi alveg þar til hún sofnaði,“ segir Aðalheiður. „Ég hélt líka að hún væri í molum því ég togaði svo fast í hana, svo ég fór með hana á heilsugæslustöðina. Það er allt í lagi með beinin en hún haltrar enn þá og er með ör á kálfanum eftir rúllustigann.“ Hún hefur ekki farið með Anítu litlu í rúllustiga eftir atvikið. „Það verður haldið á henni hér eftir.“ Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem svona slys gerist í rúllustiganum í Firði, að sögn Alberts Más Steingrímssonar framkvæmdastjóra. Fyrra skiptið var um að ræða barn í fylgd með afa sínum og var það einnig í stígvéli. „Það er í raun ekki hægt að gera neinar breytingar á stiganum,“ segir Albert. „Það er gul lína aftast sem maður á að standa fyrir framan og það verður bara að reyna að fara eftir því.“ Stiginn var tekinn út af Vinnueftirlitinu í nóvember eða desember síðastliðnum og var í hundrað prósent lagi, að sögn Alberts. Hann bendir á að gúmmístígvél séu þó sérstaklega slæm hvað þetta varðar, þar sem gúmmíið getur verið verulega stamt og því fest í stiganum. „Þetta er eitt af þessum slysum sem gerast og því miður ekkert hægt að lagfæra nema passa sig betur,“ segir hann.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira