Innlent

Hættustigi aflýst á Ísafirði og í Önundarfirði

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða sem sett var á í gær fyrir reiti 9 á Ísafirði og bæina Veðrará og Fremri-Breiðidal í Önundarfirði.

Áfram er í gildi óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum, sunnanverðum Vestfjörðum og á miðnorðurlandi, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×