Hefði mátt létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja meira Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2013 09:58 Kjartan Gunnarsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Mynd/ GVA. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að það hefði mátt nýta svigrúm sem gafst með neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008 til þess að létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja. „Þetta svigrúm var vannýtt og ég skil ekki af hverju," segir Kjartan í samtali við áramótablað Viðskiptablaðsins. „Líklega er það af hræðslu eða einhverju misskildu drenglyndi. Allir þessir aðilar voru að tapa gífurlegum fjárhæðum og margfalt þeim sem nam eignum þeirra í íslensku bönkunum. Þær eignir eru varla sjáanlegar í því hafi afskrifta og skulda sem verið er að takast á við um heim allan." Hann veltir því fyrir sér hvort hægt hefði verið að fara í einhverskonar hreina skuldarniðurfellingu strax eftir hrun. „Án þess að fara út í smáatriði þá var það einmitt að nokkru gert hjá atvinnulífinu," segir Kjartan. „Það er ekkert víst að 20% leiðin hafi verið sú vitlausasta leiðin sem var lögð til á sínum tíma, ég ætla þó ekki að gerast dómari í því. En ég get þó fullyrt að óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra aðferða. Við þurfum að vera reiðubúin til þess að beita óvenjulegum aðferðum, eins og við reyndar gerðum. Neyðarlögin voru í raun mjög ruddaleg aðgerð. Þau voru ekki aðgerð sem var nákvæmlega eftir textabókum hagfræðinnar eða alþjóðasamfélagsins. Þau voru nauðvörn þjóðar sem lent hafði í bæði ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum aðstæðum. Menn urðu að grípa til aðgerða og finna leiðir sem tóku mið af þessu. Framkvæmanlegar og praktískar lausnir. Ég held að það hafi ekkert þurft að bæta erlendum áhættufjárfestum upp tjón þeirra á Íslandi," sagði Kjartan Gunnarsson í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Kjartan sat, sem kunnugt er, í bankaráði Landsbankans þegar bankinn féll haustið 2008. Hann, líkt og svo margir aðrir, hefur hlotið ámæli fyrir að hafa tengst fjármálakerfinu við hrunið haustið 2008, í það minnsta í almennri umræðu. Það liggur því beint við að spyrja Kjartan hvernig sú umræða horfir við honum. „Bankahrunið haustið 2008 er auðvitað mjög leiðinleg minning og hún fer ekki svo auðveldlega frá manni," segir Kjartan að ígrunduðu máli í samtali við Viðskiptablaðið. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir að það hefði mátt nýta svigrúm sem gafst með neyðarlögunum sem sett voru haustið 2008 til þess að létta skuldabyrði íslenskra heimila og fyrirtækja. „Þetta svigrúm var vannýtt og ég skil ekki af hverju," segir Kjartan í samtali við áramótablað Viðskiptablaðsins. „Líklega er það af hræðslu eða einhverju misskildu drenglyndi. Allir þessir aðilar voru að tapa gífurlegum fjárhæðum og margfalt þeim sem nam eignum þeirra í íslensku bönkunum. Þær eignir eru varla sjáanlegar í því hafi afskrifta og skulda sem verið er að takast á við um heim allan." Hann veltir því fyrir sér hvort hægt hefði verið að fara í einhverskonar hreina skuldarniðurfellingu strax eftir hrun. „Án þess að fara út í smáatriði þá var það einmitt að nokkru gert hjá atvinnulífinu," segir Kjartan. „Það er ekkert víst að 20% leiðin hafi verið sú vitlausasta leiðin sem var lögð til á sínum tíma, ég ætla þó ekki að gerast dómari í því. En ég get þó fullyrt að óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra aðferða. Við þurfum að vera reiðubúin til þess að beita óvenjulegum aðferðum, eins og við reyndar gerðum. Neyðarlögin voru í raun mjög ruddaleg aðgerð. Þau voru ekki aðgerð sem var nákvæmlega eftir textabókum hagfræðinnar eða alþjóðasamfélagsins. Þau voru nauðvörn þjóðar sem lent hafði í bæði ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum aðstæðum. Menn urðu að grípa til aðgerða og finna leiðir sem tóku mið af þessu. Framkvæmanlegar og praktískar lausnir. Ég held að það hafi ekkert þurft að bæta erlendum áhættufjárfestum upp tjón þeirra á Íslandi," sagði Kjartan Gunnarsson í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Kjartan sat, sem kunnugt er, í bankaráði Landsbankans þegar bankinn féll haustið 2008. Hann, líkt og svo margir aðrir, hefur hlotið ámæli fyrir að hafa tengst fjármálakerfinu við hrunið haustið 2008, í það minnsta í almennri umræðu. Það liggur því beint við að spyrja Kjartan hvernig sú umræða horfir við honum. „Bankahrunið haustið 2008 er auðvitað mjög leiðinleg minning og hún fer ekki svo auðveldlega frá manni," segir Kjartan að ígrunduðu máli í samtali við Viðskiptablaðið.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira