Mengunarslys gjörbreytti lífi skipverja á Röðli Karen Kjartansdóttir skrifar 3. janúar 2013 21:37 Dánartíðni skipverja sem lentu í einu stærsta mengunarslysi íslenskrar sjómannasögu er tvöfallt hærri en gerist meðal sambærilegra áhafna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Einn efirlifendanna segir atburðinn hafa markað sig fyrir lífstíð. 15. janúar verða nákvæmlega 50 ár liðin frá því togarinn Röðull GK lét úr höfn. Skipið átti að vera á veiðum í mánuð. Á þriðja degi fór að bera á undarlegum veikindum meðal hásetanna. Töldu yfirmenn að þetta væri matareitrun eða timburmenn. Að kvöldi næsta dags var ungur háseti kominn með krampaköst og var ákveðið að halda í næstu höfn í Vestmannaeyjum. Hann lést áður en skipið kom að landi og voru fleiri mjög veikir. Í ljós kom að kom að um var að ræða eitrun frá kælikerfi skipsins sem lak methylklóríði inn í vistarverur hásetanna. Eftir umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þáverandi blaðamanns á sjómannablaðinu Ægi, hóf Vilhjálmur Rafnsson, sem þá var læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, að kanna áhrif menguninnar á heilsufar skipverja á Röðli. Vilhjálmur er nú prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og þar kynnti hann niðurstöður á dánarmeinum skipverjanna í dag. "Það kemur í ljós að dánartíðni Röðulsmanna er tvöfallt meiri en samsvarandi áhafna frá öðrum skipum. Þegar maður lítur á einstök dánarmein þá eru bráðir hjartasjúkdómar og heilablæðingar sem eru mjög áberandi og þetta á líka við um sjálfsvígin," segir Vilhjálmur. Bárður Árni Steingrímsson var sautján ára þegar slysið varð. Hann er einn sjö manna sem enn lifa og voru um borð á Röðli þegar slysið varð. "Þetta gjörbreytti öllu mínu lífi. Það umhverfðist. Ég var í átta mánuði á heilsuverndarstöðinni á Barónsstígnum. Ég missti hárið, sjónina og lamaðist fyrir neðan mitti," segir hann. Bárður segir trúna á Jesú hafa hjálpað sér. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum þremur árum eftir slysið og segist vera lifandi kraftaverk. "Þetta er eitt það hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar sem enginn kann að segja frá. Það var þungur sjór en það braut ekki á báru og það vissi enginn hvað var um að vera en við vorum allir að deyja. Það leiðinlegasta við þetta var að þegar við komum til Eyja vorum við settir í sóttkví og máttum ekki fara upp í súrefnið. Það vissi enginn hvað var að gerast," segir hann. Mennirnir glímdu margir árum saman við ofskynjanir og depurð. "Bráðaeitrunin og langtímaafleiðingarnar komu fram með geðrænum breytingum, persónuleikabreytingum og geðlægðum sem þessir menn áttu við að stríða svo árum skipti," segir Vilhjálmur. Hann segir sögu skipveranna á Röðli eiga erindi við fólk enn í dag. "Það getur vel verið að áhrif eitranna séu vanmetin. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er í stærri hópum sem hafa orðið fyrir minni mengun en er í þessu dæmi," segir hann. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Dánartíðni skipverja sem lentu í einu stærsta mengunarslysi íslenskrar sjómannasögu er tvöfallt hærri en gerist meðal sambærilegra áhafna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Einn efirlifendanna segir atburðinn hafa markað sig fyrir lífstíð. 15. janúar verða nákvæmlega 50 ár liðin frá því togarinn Röðull GK lét úr höfn. Skipið átti að vera á veiðum í mánuð. Á þriðja degi fór að bera á undarlegum veikindum meðal hásetanna. Töldu yfirmenn að þetta væri matareitrun eða timburmenn. Að kvöldi næsta dags var ungur háseti kominn með krampaköst og var ákveðið að halda í næstu höfn í Vestmannaeyjum. Hann lést áður en skipið kom að landi og voru fleiri mjög veikir. Í ljós kom að kom að um var að ræða eitrun frá kælikerfi skipsins sem lak methylklóríði inn í vistarverur hásetanna. Eftir umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þáverandi blaðamanns á sjómannablaðinu Ægi, hóf Vilhjálmur Rafnsson, sem þá var læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, að kanna áhrif menguninnar á heilsufar skipverja á Röðli. Vilhjálmur er nú prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og þar kynnti hann niðurstöður á dánarmeinum skipverjanna í dag. "Það kemur í ljós að dánartíðni Röðulsmanna er tvöfallt meiri en samsvarandi áhafna frá öðrum skipum. Þegar maður lítur á einstök dánarmein þá eru bráðir hjartasjúkdómar og heilablæðingar sem eru mjög áberandi og þetta á líka við um sjálfsvígin," segir Vilhjálmur. Bárður Árni Steingrímsson var sautján ára þegar slysið varð. Hann er einn sjö manna sem enn lifa og voru um borð á Röðli þegar slysið varð. "Þetta gjörbreytti öllu mínu lífi. Það umhverfðist. Ég var í átta mánuði á heilsuverndarstöðinni á Barónsstígnum. Ég missti hárið, sjónina og lamaðist fyrir neðan mitti," segir hann. Bárður segir trúna á Jesú hafa hjálpað sér. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum þremur árum eftir slysið og segist vera lifandi kraftaverk. "Þetta er eitt það hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar sem enginn kann að segja frá. Það var þungur sjór en það braut ekki á báru og það vissi enginn hvað var um að vera en við vorum allir að deyja. Það leiðinlegasta við þetta var að þegar við komum til Eyja vorum við settir í sóttkví og máttum ekki fara upp í súrefnið. Það vissi enginn hvað var að gerast," segir hann. Mennirnir glímdu margir árum saman við ofskynjanir og depurð. "Bráðaeitrunin og langtímaafleiðingarnar komu fram með geðrænum breytingum, persónuleikabreytingum og geðlægðum sem þessir menn áttu við að stríða svo árum skipti," segir Vilhjálmur. Hann segir sögu skipveranna á Röðli eiga erindi við fólk enn í dag. "Það getur vel verið að áhrif eitranna séu vanmetin. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er í stærri hópum sem hafa orðið fyrir minni mengun en er í þessu dæmi," segir hann.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira