Mengunarslys gjörbreytti lífi skipverja á Röðli Karen Kjartansdóttir skrifar 3. janúar 2013 21:37 Dánartíðni skipverja sem lentu í einu stærsta mengunarslysi íslenskrar sjómannasögu er tvöfallt hærri en gerist meðal sambærilegra áhafna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Einn efirlifendanna segir atburðinn hafa markað sig fyrir lífstíð. 15. janúar verða nákvæmlega 50 ár liðin frá því togarinn Röðull GK lét úr höfn. Skipið átti að vera á veiðum í mánuð. Á þriðja degi fór að bera á undarlegum veikindum meðal hásetanna. Töldu yfirmenn að þetta væri matareitrun eða timburmenn. Að kvöldi næsta dags var ungur háseti kominn með krampaköst og var ákveðið að halda í næstu höfn í Vestmannaeyjum. Hann lést áður en skipið kom að landi og voru fleiri mjög veikir. Í ljós kom að kom að um var að ræða eitrun frá kælikerfi skipsins sem lak methylklóríði inn í vistarverur hásetanna. Eftir umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þáverandi blaðamanns á sjómannablaðinu Ægi, hóf Vilhjálmur Rafnsson, sem þá var læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, að kanna áhrif menguninnar á heilsufar skipverja á Röðli. Vilhjálmur er nú prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og þar kynnti hann niðurstöður á dánarmeinum skipverjanna í dag. "Það kemur í ljós að dánartíðni Röðulsmanna er tvöfallt meiri en samsvarandi áhafna frá öðrum skipum. Þegar maður lítur á einstök dánarmein þá eru bráðir hjartasjúkdómar og heilablæðingar sem eru mjög áberandi og þetta á líka við um sjálfsvígin," segir Vilhjálmur. Bárður Árni Steingrímsson var sautján ára þegar slysið varð. Hann er einn sjö manna sem enn lifa og voru um borð á Röðli þegar slysið varð. "Þetta gjörbreytti öllu mínu lífi. Það umhverfðist. Ég var í átta mánuði á heilsuverndarstöðinni á Barónsstígnum. Ég missti hárið, sjónina og lamaðist fyrir neðan mitti," segir hann. Bárður segir trúna á Jesú hafa hjálpað sér. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum þremur árum eftir slysið og segist vera lifandi kraftaverk. "Þetta er eitt það hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar sem enginn kann að segja frá. Það var þungur sjór en það braut ekki á báru og það vissi enginn hvað var um að vera en við vorum allir að deyja. Það leiðinlegasta við þetta var að þegar við komum til Eyja vorum við settir í sóttkví og máttum ekki fara upp í súrefnið. Það vissi enginn hvað var að gerast," segir hann. Mennirnir glímdu margir árum saman við ofskynjanir og depurð. "Bráðaeitrunin og langtímaafleiðingarnar komu fram með geðrænum breytingum, persónuleikabreytingum og geðlægðum sem þessir menn áttu við að stríða svo árum skipti," segir Vilhjálmur. Hann segir sögu skipveranna á Röðli eiga erindi við fólk enn í dag. "Það getur vel verið að áhrif eitranna séu vanmetin. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er í stærri hópum sem hafa orðið fyrir minni mengun en er í þessu dæmi," segir hann. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Dánartíðni skipverja sem lentu í einu stærsta mengunarslysi íslenskrar sjómannasögu er tvöfallt hærri en gerist meðal sambærilegra áhafna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Einn efirlifendanna segir atburðinn hafa markað sig fyrir lífstíð. 15. janúar verða nákvæmlega 50 ár liðin frá því togarinn Röðull GK lét úr höfn. Skipið átti að vera á veiðum í mánuð. Á þriðja degi fór að bera á undarlegum veikindum meðal hásetanna. Töldu yfirmenn að þetta væri matareitrun eða timburmenn. Að kvöldi næsta dags var ungur háseti kominn með krampaköst og var ákveðið að halda í næstu höfn í Vestmannaeyjum. Hann lést áður en skipið kom að landi og voru fleiri mjög veikir. Í ljós kom að kom að um var að ræða eitrun frá kælikerfi skipsins sem lak methylklóríði inn í vistarverur hásetanna. Eftir umfjöllun Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þáverandi blaðamanns á sjómannablaðinu Ægi, hóf Vilhjálmur Rafnsson, sem þá var læknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, að kanna áhrif menguninnar á heilsufar skipverja á Röðli. Vilhjálmur er nú prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og þar kynnti hann niðurstöður á dánarmeinum skipverjanna í dag. "Það kemur í ljós að dánartíðni Röðulsmanna er tvöfallt meiri en samsvarandi áhafna frá öðrum skipum. Þegar maður lítur á einstök dánarmein þá eru bráðir hjartasjúkdómar og heilablæðingar sem eru mjög áberandi og þetta á líka við um sjálfsvígin," segir Vilhjálmur. Bárður Árni Steingrímsson var sautján ára þegar slysið varð. Hann er einn sjö manna sem enn lifa og voru um borð á Röðli þegar slysið varð. "Þetta gjörbreytti öllu mínu lífi. Það umhverfðist. Ég var í átta mánuði á heilsuverndarstöðinni á Barónsstígnum. Ég missti hárið, sjónina og lamaðist fyrir neðan mitti," segir hann. Bárður segir trúna á Jesú hafa hjálpað sér. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum þremur árum eftir slysið og segist vera lifandi kraftaverk. "Þetta er eitt það hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar sem enginn kann að segja frá. Það var þungur sjór en það braut ekki á báru og það vissi enginn hvað var um að vera en við vorum allir að deyja. Það leiðinlegasta við þetta var að þegar við komum til Eyja vorum við settir í sóttkví og máttum ekki fara upp í súrefnið. Það vissi enginn hvað var að gerast," segir hann. Mennirnir glímdu margir árum saman við ofskynjanir og depurð. "Bráðaeitrunin og langtímaafleiðingarnar komu fram með geðrænum breytingum, persónuleikabreytingum og geðlægðum sem þessir menn áttu við að stríða svo árum skipti," segir Vilhjálmur. Hann segir sögu skipveranna á Röðli eiga erindi við fólk enn í dag. "Það getur vel verið að áhrif eitranna séu vanmetin. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er í stærri hópum sem hafa orðið fyrir minni mengun en er í þessu dæmi," segir hann.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira