Ræddi ofbeldið við embættismenn páfa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. desember 2013 07:30 Martin Eyjólfsson, nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði, afhendir Frans fyrsta trúnaðarbréf sitt í gær. "Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
"Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira