Ræddi ofbeldið við embættismenn páfa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. desember 2013 07:30 Martin Eyjólfsson, nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði, afhendir Frans fyrsta trúnaðarbréf sitt í gær. "Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
"Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira