Eltingarleikur við stóryrði "Óla“ Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar 16. september 2013 13:29 Í nýlegu útvarpsspjalli tveggja hagfræðinga, sem eru reglubundnir viðmælendur í morgunþætti Bylgjunnar, ásakaði annar þeirra undirritaðan um að beita kerfisbundnum blekkingum, stunda rannsóknir með þeirri allsérkennilegu aðferðafræði að skoða eingöngu skuldir sem væru þröngt skilgreindar sem íbúðalán og leggja fram niðurstöður sem gefa enga mynd af stöðu heimila. Tilefnið var frétt Morgunblaðsins fyrr um morguninn þar sem rætt var við undirritaðan. Það er erfitt að elta ekki ólar við stóryrði af þessu tagi, ekki síst þegar engin haldbær rök eru færð fyrir áfellisdómnum. Auðvitað er það svo að ekki er hægt að ætlast til þess að vikulegir viðmælendur hafi ætíð tíma til að lesa fréttir áður en þeir eru spurðir út í þær á öldum ljósvakans. Því er ljúft að sjá í gegnum fingur við þá nafna að það hafi farið fram hjá þeim að í fréttinni bendi ég einmitt sérstaklega á sérstöðu annarra skulda en íbúðaskulda, þátt þeirra í að skapa greiðsluvandann og þá staðreynd að hækkun á greiðslubyrði þeirra lána gagnvart tekjum virðist ganga hægar til baka en hjá íbúðalánum. Öllu verra er að svo virðist sem þessir fyrirferðarmiklu álitsgjafar um stöðu íslenskra heimila hafi ekki tekið til sín neinar af meginniðurstöðum þeirrar greiningar sem undirritaður gerði ásamt Karen Áslaugu Vignisdóttur og birst hefur í ógrynni kynninga á undanförnum árum og ítarlegri rannsóknarritgerð. Því fer fjarri að greiningin byggist á því að horfa einvörðungu á íbúðalán enda er það ein meginniðurstaðan að víðtæk skuldsetning vegna bílakaupa hafi átt verulegan þátt í sköpun greiðsluvandans. Þetta kom t.d. fram í kynningum okkar á vormánuðum 2010 og aftur 2012. Samkvæmt niðurstöðunum tvöfaldaðist umfang greiðsluvanda fram að hruni, umfang mjög aðkallandi greiðsluvanda nær fjórfaldaðist og þrátt fyrir ýmsar aðgerðir hafi um 24 þúsund heimili enn glímt við greiðsluvanda í lok árs 2010. Nokkru fleiri heimili bjuggu að okkar mati við skuldavanda og skulduðu meira en nemur virði íbúðareignar sinnar en við sýndum fram á að þessir tveir hópar skarast aðeins að litlum hluta þar sem greiðsluvandi er útbreiddari meðal tekjulágra en skuldavandi meðal tekjuhárra.Kolröng mynd? Eru þessar niðurstöður að bregða upp kolrangri mynd af stöðu heimila? Það er fullkomlega eðlilegt að deilt sé um niðurstöður sem fengnar eru með rannsóknum á gögnum. Niðurstöður okkar eru fjarri því að vera óskeikular en þær byggjast þó á nokkurra ára rannsókn á ítarlegustu gögnum sem aflað hefur verið um stöðu íslenskra heimila. Skiljanlegt er að sumir telji að greiningin vanmeti vanda heimila en það er fremur léttvægt að slá hana út af borðinu með því einu að hún rími ekki við þá upplifun sem fæst af samtölum. Í þessu sambandi má benda á að niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við fjölgun heimila sem lýsir greiðslubyrði lána sem þungri í lífskjarakönnunum Hagstofunnar, fjölgun á vanskilaskrá Creditinfo, þróun vanskilahlutfalla hjá fjármálastofnunum og tölur Hagstofunnar um fjölda heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þau sérkenni sem við höfum dregið fram á hópum heimila sem glíma við ólíkan vanda ríma sömuleiðis vel við niðurstöður kannana og samsetningu heimila í greiðsluerfiðleikum sem hafa leitað til Umboðsmanns skuldara. Að beiðni blaðamanns skoðaði undirritaður hvað mætti lesa út úr nýjum skattagögnum Hagstofunnar um þróun greiðslubyrði vaxta í hlutfalli af tekjum fyrir ólíka tekjuhópa. Úr varð umrædd frétt því í ljós kom að verulegur hluti þeirrar hækkunar sem varð í kjölfar hrunsins hefur gengið til baka. Birtingarform gagnanna býður ekki upp á mjög mikla sundurliðun en sama niðurstaða fæst t.d. ef heimilum er raðað eftir skuldsetningu í stað tekna: Hækkun á greiðslubyrði vaxta í hlutfalli af tekjum hefur gengið að verulegu leyti til baka nema hjá þeim allra skuldsettustu, en hjá þeim skiptir missir fjármagnstekna og hægari hjöðnun á greiðslubyrði annarra lána mestu máli. Þetta er einfaldlega það sem kemur út úr greiningu á þessum gögnum og stóryrtir áfellisdómar frá álitsgjöfum sem hafa ekki kynnt sér þessi gögn, né að því er virðist aðrar rannsóknir á þessu sviði, eru ekki fallnar til annars en að beina umræðunni í farveg sorglegs skotgrafahernaðs þar sem samræður víkja fyrir stagli, staðreyndir fyrir staðleysum. Viljum við virkilega feta þá braut aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í nýlegu útvarpsspjalli tveggja hagfræðinga, sem eru reglubundnir viðmælendur í morgunþætti Bylgjunnar, ásakaði annar þeirra undirritaðan um að beita kerfisbundnum blekkingum, stunda rannsóknir með þeirri allsérkennilegu aðferðafræði að skoða eingöngu skuldir sem væru þröngt skilgreindar sem íbúðalán og leggja fram niðurstöður sem gefa enga mynd af stöðu heimila. Tilefnið var frétt Morgunblaðsins fyrr um morguninn þar sem rætt var við undirritaðan. Það er erfitt að elta ekki ólar við stóryrði af þessu tagi, ekki síst þegar engin haldbær rök eru færð fyrir áfellisdómnum. Auðvitað er það svo að ekki er hægt að ætlast til þess að vikulegir viðmælendur hafi ætíð tíma til að lesa fréttir áður en þeir eru spurðir út í þær á öldum ljósvakans. Því er ljúft að sjá í gegnum fingur við þá nafna að það hafi farið fram hjá þeim að í fréttinni bendi ég einmitt sérstaklega á sérstöðu annarra skulda en íbúðaskulda, þátt þeirra í að skapa greiðsluvandann og þá staðreynd að hækkun á greiðslubyrði þeirra lána gagnvart tekjum virðist ganga hægar til baka en hjá íbúðalánum. Öllu verra er að svo virðist sem þessir fyrirferðarmiklu álitsgjafar um stöðu íslenskra heimila hafi ekki tekið til sín neinar af meginniðurstöðum þeirrar greiningar sem undirritaður gerði ásamt Karen Áslaugu Vignisdóttur og birst hefur í ógrynni kynninga á undanförnum árum og ítarlegri rannsóknarritgerð. Því fer fjarri að greiningin byggist á því að horfa einvörðungu á íbúðalán enda er það ein meginniðurstaðan að víðtæk skuldsetning vegna bílakaupa hafi átt verulegan þátt í sköpun greiðsluvandans. Þetta kom t.d. fram í kynningum okkar á vormánuðum 2010 og aftur 2012. Samkvæmt niðurstöðunum tvöfaldaðist umfang greiðsluvanda fram að hruni, umfang mjög aðkallandi greiðsluvanda nær fjórfaldaðist og þrátt fyrir ýmsar aðgerðir hafi um 24 þúsund heimili enn glímt við greiðsluvanda í lok árs 2010. Nokkru fleiri heimili bjuggu að okkar mati við skuldavanda og skulduðu meira en nemur virði íbúðareignar sinnar en við sýndum fram á að þessir tveir hópar skarast aðeins að litlum hluta þar sem greiðsluvandi er útbreiddari meðal tekjulágra en skuldavandi meðal tekjuhárra.Kolröng mynd? Eru þessar niðurstöður að bregða upp kolrangri mynd af stöðu heimila? Það er fullkomlega eðlilegt að deilt sé um niðurstöður sem fengnar eru með rannsóknum á gögnum. Niðurstöður okkar eru fjarri því að vera óskeikular en þær byggjast þó á nokkurra ára rannsókn á ítarlegustu gögnum sem aflað hefur verið um stöðu íslenskra heimila. Skiljanlegt er að sumir telji að greiningin vanmeti vanda heimila en það er fremur léttvægt að slá hana út af borðinu með því einu að hún rími ekki við þá upplifun sem fæst af samtölum. Í þessu sambandi má benda á að niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við fjölgun heimila sem lýsir greiðslubyrði lána sem þungri í lífskjarakönnunum Hagstofunnar, fjölgun á vanskilaskrá Creditinfo, þróun vanskilahlutfalla hjá fjármálastofnunum og tölur Hagstofunnar um fjölda heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði. Þau sérkenni sem við höfum dregið fram á hópum heimila sem glíma við ólíkan vanda ríma sömuleiðis vel við niðurstöður kannana og samsetningu heimila í greiðsluerfiðleikum sem hafa leitað til Umboðsmanns skuldara. Að beiðni blaðamanns skoðaði undirritaður hvað mætti lesa út úr nýjum skattagögnum Hagstofunnar um þróun greiðslubyrði vaxta í hlutfalli af tekjum fyrir ólíka tekjuhópa. Úr varð umrædd frétt því í ljós kom að verulegur hluti þeirrar hækkunar sem varð í kjölfar hrunsins hefur gengið til baka. Birtingarform gagnanna býður ekki upp á mjög mikla sundurliðun en sama niðurstaða fæst t.d. ef heimilum er raðað eftir skuldsetningu í stað tekna: Hækkun á greiðslubyrði vaxta í hlutfalli af tekjum hefur gengið að verulegu leyti til baka nema hjá þeim allra skuldsettustu, en hjá þeim skiptir missir fjármagnstekna og hægari hjöðnun á greiðslubyrði annarra lána mestu máli. Þetta er einfaldlega það sem kemur út úr greiningu á þessum gögnum og stóryrtir áfellisdómar frá álitsgjöfum sem hafa ekki kynnt sér þessi gögn, né að því er virðist aðrar rannsóknir á þessu sviði, eru ekki fallnar til annars en að beina umræðunni í farveg sorglegs skotgrafahernaðs þar sem samræður víkja fyrir stagli, staðreyndir fyrir staðleysum. Viljum við virkilega feta þá braut aftur?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun