Tæplega sjötugur ökufantur ákærður fyrir kappakstur Valur Grettisson skrifar 16. september 2013 10:00 Tveir menn eru ákærðir fyrir umferðar- og hegningarlagabrot vegna kappaksturs sem þeir þreyttu á Hafnarfjarðarvegi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Annar mannanna var 67 ára gamall þegar kappaksturinn átti sér stað. Sá yngri er á þrítugsaldri. Það var í september árið 2011 sem mennirnir þreyttu kappakstur norður Hafnarfjarðarveg að Fífuhvammsvegi við Kópavogslæk í Kópavogi. Mennirnir óku á allt að 174 kílómetra hraða á klukkustund en mögulegur hámarkshraði bifreiðanna var 189 kílómetra hraði samkvæmt ákæruskjali. Hámarkshraði á svæðinu er aftur á móti 80 kílómetrar á klukkustund. Sá eldri er að auki ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum sljóvgandi og deyfandi lyfja, auk þess sem hann var ekki í bílbelti. Kappaksturinn endaði með því að sá eldri missti stjórn á bifreiðinni, sem var 340 hestafla svartur Dodge Charger-bíll. Bifreiðin rann með hliðarskriði, rakst í kjölfarið á ljósastaur og fór í loftköstum um 120 metra leið. Bifreiðin hafnaði loks utan vegar nærri Kópavogslæk eftir ítrekaðar veltur. Mikið var fjallað um kappaksturinn í fjölmiðlum þegar málið kom upp. Þá vakti athygli að leigubílstjóri náði ótrúlegu myndbandi af bílveltunni en mikil umferð var á vegarkaflanum þennan dag. Ökumaðurinn slapp hreint út sagt ótrúlega vel að mati kunnugra enda ekki í bílbelti. Smáhundur mannsins, sem var með í bílnum, var þó ekki jafn heppinn. Sá drapst. Fréttablaðið fjallaði um akstur mannsins en þar kom fram að þetta hefði ekki verið í fyrsta skiptið sem hann hefði keppt í ólöglegum kappakstri. Spjallverjar samtakanna Live2Cruize voru þá misánægðir með þann roskna. „Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann,“ sagði einn. Í ákæruskjalinu segir orðrétt um atburðinn: „Ákærðu röskuðu […] umferðaröryggi á alfaraleið og stofnuðu á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska.“ Málinu var frestað samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara sem sækir málið og því liggur afstaða mannanna gagnvart ákæruatriðunum ekki fyrir. Þess er að auki krafist að mennirnir verði sviptir ökuréttindum. Tengdar fréttir Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20 Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18 Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30 Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48 Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Tveir menn eru ákærðir fyrir umferðar- og hegningarlagabrot vegna kappaksturs sem þeir þreyttu á Hafnarfjarðarvegi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Annar mannanna var 67 ára gamall þegar kappaksturinn átti sér stað. Sá yngri er á þrítugsaldri. Það var í september árið 2011 sem mennirnir þreyttu kappakstur norður Hafnarfjarðarveg að Fífuhvammsvegi við Kópavogslæk í Kópavogi. Mennirnir óku á allt að 174 kílómetra hraða á klukkustund en mögulegur hámarkshraði bifreiðanna var 189 kílómetra hraði samkvæmt ákæruskjali. Hámarkshraði á svæðinu er aftur á móti 80 kílómetrar á klukkustund. Sá eldri er að auki ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum sljóvgandi og deyfandi lyfja, auk þess sem hann var ekki í bílbelti. Kappaksturinn endaði með því að sá eldri missti stjórn á bifreiðinni, sem var 340 hestafla svartur Dodge Charger-bíll. Bifreiðin rann með hliðarskriði, rakst í kjölfarið á ljósastaur og fór í loftköstum um 120 metra leið. Bifreiðin hafnaði loks utan vegar nærri Kópavogslæk eftir ítrekaðar veltur. Mikið var fjallað um kappaksturinn í fjölmiðlum þegar málið kom upp. Þá vakti athygli að leigubílstjóri náði ótrúlegu myndbandi af bílveltunni en mikil umferð var á vegarkaflanum þennan dag. Ökumaðurinn slapp hreint út sagt ótrúlega vel að mati kunnugra enda ekki í bílbelti. Smáhundur mannsins, sem var með í bílnum, var þó ekki jafn heppinn. Sá drapst. Fréttablaðið fjallaði um akstur mannsins en þar kom fram að þetta hefði ekki verið í fyrsta skiptið sem hann hefði keppt í ólöglegum kappakstri. Spjallverjar samtakanna Live2Cruize voru þá misánægðir með þann roskna. „Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann,“ sagði einn. Í ákæruskjalinu segir orðrétt um atburðinn: „Ákærðu röskuðu […] umferðaröryggi á alfaraleið og stofnuðu á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska.“ Málinu var frestað samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara sem sækir málið og því liggur afstaða mannanna gagnvart ákæruatriðunum ekki fyrir. Þess er að auki krafist að mennirnir verði sviptir ökuréttindum.
Tengdar fréttir Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20 Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18 Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30 Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48 Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20
Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18
Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30
Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48
Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00