Neyðarástand á leigumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 16. september 2013 12:11 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að neyðarástand ríki á húsaleigumarkaði. Hann vill að ríkið bregðist við þessu með því að fella niður fjármagnstekjuskatt á leigutekjur og auka framboð leiguhúsnæðis. Húsaleiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um sjö og hálft prósent á fyrstu átta mánuðum þessa árs samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Algengt verð á fermetra er nú í kringum 2.000 krónur. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji skoða hvort hægt sé að fá verkalýðsfélögin til að koma að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og auka þannig framboð á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra í umræðu um leigumarkaðinn á Alþingi í síðustu viku. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fjármangstekjuskattur á tekjur vegna útleigu einnar íbúðar verði felldur niður og að ríkið kalli eftir samstarfi við sveitarfélög til að auka framboð á markaði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að bregðast við því neyðarástandi sem nú ríkir á leigumarkaði. „Við sjáum í fréttum að fólk er látið hírast í skrifstofu- eða atvinnuhúsnæði við óboðlegar aðstæður. Þetta segir okkar að það ríkir neyðarástand á þessum markaði. Það er líka þannig að venjulegt vinnandi fólk sem hefur ágætis greiðslugetu fær ekki íbúðir. Það segir meira en mörg orð,“ segir Árni. Árni segir að markmiðið með því að leyfa einstaklingum að leigja út eina íbúð skattfrjálst sé að auka framboð á markaði og einnig ívilna þeim sem leigja út íbúðir til búsetu. Í dag sé staðan þannig að stór hluti leiguíbúða sé einungis leigður ferðamönnum. „Síðan viljum við að ríkið komi ásamt sveitarfélögunum að uppbyggingu leiguíbúða. Sveitarfélögin eru að borga núna hátt í 2 milljarða í almennar húsaleigubætur og við viljum að ríkið taki þann reikning yfir og sveitarfélögin nýti það svigrúm sem það skapar til þess að styrkja leigufélög sem geta þá byggt upp leiguhúsnæði. Svo þarf að einfalda regluverkið sem gildir um byggingu leiguíbúða og endurskoða byggingareglugerður í því skyni,“ segir Árni. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að neyðarástand ríki á húsaleigumarkaði. Hann vill að ríkið bregðist við þessu með því að fella niður fjármagnstekjuskatt á leigutekjur og auka framboð leiguhúsnæðis. Húsaleiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um sjö og hálft prósent á fyrstu átta mánuðum þessa árs samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Algengt verð á fermetra er nú í kringum 2.000 krónur. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji skoða hvort hægt sé að fá verkalýðsfélögin til að koma að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og auka þannig framboð á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra í umræðu um leigumarkaðinn á Alþingi í síðustu viku. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fjármangstekjuskattur á tekjur vegna útleigu einnar íbúðar verði felldur niður og að ríkið kalli eftir samstarfi við sveitarfélög til að auka framboð á markaði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að bregðast við því neyðarástandi sem nú ríkir á leigumarkaði. „Við sjáum í fréttum að fólk er látið hírast í skrifstofu- eða atvinnuhúsnæði við óboðlegar aðstæður. Þetta segir okkar að það ríkir neyðarástand á þessum markaði. Það er líka þannig að venjulegt vinnandi fólk sem hefur ágætis greiðslugetu fær ekki íbúðir. Það segir meira en mörg orð,“ segir Árni. Árni segir að markmiðið með því að leyfa einstaklingum að leigja út eina íbúð skattfrjálst sé að auka framboð á markaði og einnig ívilna þeim sem leigja út íbúðir til búsetu. Í dag sé staðan þannig að stór hluti leiguíbúða sé einungis leigður ferðamönnum. „Síðan viljum við að ríkið komi ásamt sveitarfélögunum að uppbyggingu leiguíbúða. Sveitarfélögin eru að borga núna hátt í 2 milljarða í almennar húsaleigubætur og við viljum að ríkið taki þann reikning yfir og sveitarfélögin nýti það svigrúm sem það skapar til þess að styrkja leigufélög sem geta þá byggt upp leiguhúsnæði. Svo þarf að einfalda regluverkið sem gildir um byggingu leiguíbúða og endurskoða byggingareglugerður í því skyni,“ segir Árni.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira