Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 5. október 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira