Lífið

Sprella í Malmö

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Örlygur Smári
Dagurinn í gær var annasamur hjá Eurovision hópnum eins og vænta mátti. Mikið var um æfingar og svo voru aðdáendur og áhugasamir sem fengu myndir og áritanir. Hópurinn gaf sér þó tíma til að kíkja í góða veðrið og sprella aðeins. 



„Good morning,  To day is a good day to have a look around Malmo" skrifar Eyþór Ingi á Facebooksíðuna sína með myndskeiðinu hér að ofan.

Það eru ekki allir sem vita að Örlygur Smári er starfsmaður Nýherja og tekur flottar ljósmyndir.
Örlygur Smári, sem er starfsmaður Nýherja, annar af höfundum framlags Íslands „Ég á líf", gaf sér tíma til þess að smella af nokkrum myndum og senda á samstarfsfélagana. 

Eyþór Ingi pósar með aðdáendum.
Íslenski hópurinn. Hannes Friðbjarnarson er með´etta það er greinilegt.
Pétur Örn Guðmundsson þarna þekkjum við þig!
Drengurinn getur svo sannarlega sungið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.