Victoria’s Secret-engillinn Adriana Lima var eiturhress þegar hún mætti í sína fyrstu myndatöku eftir að hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra.
Myndtakan átti sér stað á ströndum St. Barts á miðvikudaginn og módelaðist Adriana í þremur mismunandi bikiníum.
Góð sveifla.Adriana reynir að borða hollt til að halda sér í formi og er búin að iðka box í átta ár.
Alveg með'etta.Hún er gift serbneska körfuboltamanninum Marko Jarić og eiga þau dæturnar Valentinu, fædd í nóvember 2009, og Siennu, fædd í september í fyrra, saman.