Lífið

Skræki Rúmeninn vekur athygli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eurovision-keppnin fer fram í Malmö í næstu viku og kennir ýmissa grasa í keppninni að vanda. Rúmenski keppandinn er þó með þeim óvenjulegri í ár og hefur vakið mikla athygli, enda nær rödd hans á staði sem flestar aðrar raddir ná ekki.

Hann heitir Cezar Ouatu og er menntaður óperusöngvari. Lagið hans er fjörugt evró-diskó með dubstep-ívafi og kallast „It's My Life“. Þessi rúmlega þrítugi kontratenór fer hamförum í laginu, og nokkuð ljóst er að Eyþór Ingi er kominn með harðan keppinaut.

Myndband frá lokakeppninni í Rúmeníu, þar sem Cezar syngur „It's My Life“, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.