Reykjanesbær tekur ekki á móti fleiri hælisleitendum 20. júlí 2013 13:07 Hera Ósk Einarsdóttir er staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. samsett mynd/vilhelm Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda, sem Reykjanesbær mun hætta að taka á móti 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. "Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur en við getum ekki þjónustað svona marga," segir Hera. Bærinn ráði með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. "Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og tíu til tuttugu hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur sent öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem óskað er eftir samstarfi við áhugasöm sveitarfélög um móttöku hælisleitenda, sem Reykjanesbær mun hætta að taka á móti 1. október. Í bréfi ráðuneytisins segir að vegna aukins fjölda hælisleitenda þurfi að semja við fleiri sveitarfélög en Reykjanesbæ um móttöku hælisleitenda. Bréfið var sent út 10. júlí síðastliðinn, og hafa engin svör borist enn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Reykjanesbær hefur hingað til tekið á móti öllum hælisleitendum sem koma hingað til lands og er bærinn nú með 151 hælisleitanda á sínum snærum, segir Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ. Bæjaryfirvöld höfðu tilkynnt innanríkisráðuneytinu að ekki yrði tekið á móti fleiri flóttamönnum eftir 1. júlí síðastliðinn. Hera segir að fresturinn hafi nú verið framlengdur til 1. október til að gefa ráðuneytinu svigrúm til að endurskipuleggja málaflokkinn. "Við verðum áfram með þjónustu við hælisleitendur en við getum ekki þjónustað svona marga," segir Hera. Bærinn ráði með góðu móti við á bilinu 50 til 70 hælisleitendur. "Við höfum lýst okkur reiðubúin til að hýsa hælisleitendur í Reykjavík," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs borgarinnar. Samningaviðræður við innanríkisráðuneytið fóru af stað síðasta haust en hafa litlu skilað hingað til. Nú virðist kominn skriður á viðræðurnar því innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að borgin taki við 50 hælisleitendum, segir Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Talað sé um svipaðan fjölda hjá Reykjanesbæ og tíu til tuttugu hjá öðrum sveitarfélögum. Anna segir að nú sé beðið eftir næstu skrefum frá ráðuneytinu. Semja þurfi um krónur og aura, auk þess sem ákveða þurfi hvaða verklag eigi að viðhafa.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira