Innlent

Brotist inn í Sjónvarpsmiðstöðina

Tilkynnt var um innbrot í verslunina Sjónvarpsmiðstöðina í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórar handteknir í kjölfar innbrotsins.

Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa brotist inn á tveimur öðrum stöðum í borginni, þar á meðal í Breiðholti í gærdag.

Í bíl fólksins fannst eitthvað magn fíkniefna sem og þýfi. Þá er ökumaður bílsins grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en allir í bílnum voru í afar annarlegu ástandi. Þau hafa öll komið við sögu lögreglu áður og gistu með tölu fangageymslu lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×