Risakóngulær héldu fyrir mönnunum vöku Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. desember 2013 13:00 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem Fréttablaðið er lesið af fjórum feðgum í Machu Picchu í Perú „Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira