Helgi mættur á slysstað Guðmundur Árnason skrifar 11. júlí 2013 06:00 Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun