Helgi mættur á slysstað Guðmundur Árnason skrifar 11. júlí 2013 06:00 Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Helgi Magnússon (framkvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkisstjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleginn með því að draga þá ályktun að jákvæðar umsagnir erlendra matsaðila á endurreisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök fráfarandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafnaþingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoðun eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum“. Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunarleiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjárfestingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna.Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dregur úr atvinnuleysi; Staða jafnréttismála hvergi betri í heiminum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferðagleði, ekki verið fleiri Íslendingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðssetningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnarandstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfisbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn eru alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun