Stöðugleiki og aukin hagsæld Ragna Árnadóttir skrifar 23. mars 2013 06:00 Við Íslendingar erum að mörgu leyti lánsöm. Við erum auðlindarík þjóð, með hagfellda aldurssamsetningu, sterka innviði, hátt tæknistig og kraftmikið vinnuafl. Við stöndum þó frammi fyrir efnahagslegum áskorunum. Kaupmáttur hefur dregist saman, skuldastöðu hins opinbera þarf að laga og talsvert hefur vantað upp á efnahagslegan stöðugleika. Í byrjun árs fór af stað samstarfsverkefni stjórnmálaflokkanna, samtaka vinnumarkaðarins, fulltrúa atvinnulífsins, stjórnsýslunnar og fræðasamfélagsins undir nafninu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld. Grunnmarkmið vettvangsins felst í að skapa heildstæða sýn til langs tíma á það hvernig Ísland getur fært sér framangreinda styrkleika í nyt og tekist á við fyrirliggjandi áskoranir með sem bestum hætti. Eins og nafnið gefur til kynna leggjum við áherslu á sameiginleg markmið í starfi Samráðsvettvangsins. Þrátt fyrir ólík stjórnmálaviðhorf og forgangsröðun eru breiðir sameiginlegir fletir til staðar. Dæmi um slík markmið eru hærri meðaltekjur, efnahagslegur stöðugleiki, fjölbreytt atvinnutækifæri, sterkt menntakerfi, öflugt velferðarkerfi og sjálfbær nýting auðlinda.Metnaðarfull markmið Annar fundur Samráðsvettvangsins var haldinn í vikunni þar sem ræddar voru tillögur að efnahagslegum markmiðum til lengri tíma og tillögur að þjóðhagsramma sem gæti lagt grunn að aukinni hagsæld á Íslandi. Markmiðin voru eftirfarandi: Meðalhagvöxtur nemi 3,5% til ársins 2030, skuldahlutfall hins opinbera fari úr 133% niður í 60% af vergri landsframleiðslu á sama tímabili og stöðugleiki náist í verðlagi þannig að meðalverðbólga verði undir 2,5%. Þetta eru vissulega metnaðarfull markmið en reynsla annarra farsælla þróaðra ríkja gefur tilefni til að ætla að þau séu raunhæf. Til að tryggja þann ramma sem skapar forsendur fyrir slíkum árangri er nauðsynlegt að ná samstöðu um stöðugleika. Fjármálastefna hins opinbera þarf að vera traust og fyrirsjáanleg, sátt þarf að ríkja um að launaþróun byggi á verðmætasköpun hagkerfisins og umgjörð peningamála verður að gera Seðlabankanum kleift að tryggja verðstöðugleika. Þessar þrjár stoðir hagkerfisins, fjármál hins opinbera, vinnumarkaður og umgjörð peningamála, mynda órjúfanlega heild þegar kemur að því að tryggja stöðugleika og sterkar efnahagslegar forsendur fyrir vexti. Rauði þráðurinn í þeim tillögum sem ræddar voru á fundi Samráðsvettvangsins í liðinni viku voru ábyrgð og agi. Til lengri tíma litið eru þetta lykilþættir bætts hagvaxtar og bættra lífskjara.Öll við sama borð Langtímamarkmið um stöðugleika og efnahagslegar forsendur fyrir vexti krefjast þolinmæði og elju. Þeim verður náð með gagnkvæmu trausti, gagnsærri umræðu og sátt um forsendur milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Keðja stöðugleikans er aðeins jafn sterk og veikasti hlekkur hennar og því er mikilvægt að breið samstaða náist um þessi málefni. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld er kjörinn vettvangur fyrir þá sátt. Þrátt fyrir ólíkar áherslur sitjum við öll við sama borð. Bætt lífskjör á Íslandi eru viðmið sem breið samstaða ætti að geta myndast um. Til að svo megi verða þurfum við að skapa sátt um ákveðinn grunn sem hægt er að byggja á. Agi og ábyrgð á öllum sviðum hagkerfisins og samræmd stefna þeirra aðila sem stýra efnahagsmálum er stærsta forsenda aukins hagvaxtar á Íslandi til lengri tíma. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld hefur ekki umboð til ákvarðanatöku í þessum efnum. Vonir standa þó til að þessi vettvangur nýtist til að stuðla að aukinni sátt og uppbyggilegri umræðu um þær grundvallarforsendur sem stuðla að bættum lífskjörum. Til að nýta þau sóknarfæri sem Ísland hefur upp á að bjóða með sem bestum hætti þarf aga, ábyrgð og langtímasýn. Um það ríkir breið sátt innan Samráðsvettvangsins. Það gefur ástæðu til bjartsýni um að unnt sé að móta grunn fyrir sátt til langtíma í efnahagsmálum. Næsti fundur Samráðsvettvangsins er í maí. Þá verða frekari tillögur frá Verkefnastjórn ræddar. Gert er ráð fyrir að Samráðsvettvangur skili heildstæðu yfirliti að tillögum til að auka hagsæld á Íslandi í september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum að mörgu leyti lánsöm. Við erum auðlindarík þjóð, með hagfellda aldurssamsetningu, sterka innviði, hátt tæknistig og kraftmikið vinnuafl. Við stöndum þó frammi fyrir efnahagslegum áskorunum. Kaupmáttur hefur dregist saman, skuldastöðu hins opinbera þarf að laga og talsvert hefur vantað upp á efnahagslegan stöðugleika. Í byrjun árs fór af stað samstarfsverkefni stjórnmálaflokkanna, samtaka vinnumarkaðarins, fulltrúa atvinnulífsins, stjórnsýslunnar og fræðasamfélagsins undir nafninu Samráðsvettvangur um aukna hagsæld. Grunnmarkmið vettvangsins felst í að skapa heildstæða sýn til langs tíma á það hvernig Ísland getur fært sér framangreinda styrkleika í nyt og tekist á við fyrirliggjandi áskoranir með sem bestum hætti. Eins og nafnið gefur til kynna leggjum við áherslu á sameiginleg markmið í starfi Samráðsvettvangsins. Þrátt fyrir ólík stjórnmálaviðhorf og forgangsröðun eru breiðir sameiginlegir fletir til staðar. Dæmi um slík markmið eru hærri meðaltekjur, efnahagslegur stöðugleiki, fjölbreytt atvinnutækifæri, sterkt menntakerfi, öflugt velferðarkerfi og sjálfbær nýting auðlinda.Metnaðarfull markmið Annar fundur Samráðsvettvangsins var haldinn í vikunni þar sem ræddar voru tillögur að efnahagslegum markmiðum til lengri tíma og tillögur að þjóðhagsramma sem gæti lagt grunn að aukinni hagsæld á Íslandi. Markmiðin voru eftirfarandi: Meðalhagvöxtur nemi 3,5% til ársins 2030, skuldahlutfall hins opinbera fari úr 133% niður í 60% af vergri landsframleiðslu á sama tímabili og stöðugleiki náist í verðlagi þannig að meðalverðbólga verði undir 2,5%. Þetta eru vissulega metnaðarfull markmið en reynsla annarra farsælla þróaðra ríkja gefur tilefni til að ætla að þau séu raunhæf. Til að tryggja þann ramma sem skapar forsendur fyrir slíkum árangri er nauðsynlegt að ná samstöðu um stöðugleika. Fjármálastefna hins opinbera þarf að vera traust og fyrirsjáanleg, sátt þarf að ríkja um að launaþróun byggi á verðmætasköpun hagkerfisins og umgjörð peningamála verður að gera Seðlabankanum kleift að tryggja verðstöðugleika. Þessar þrjár stoðir hagkerfisins, fjármál hins opinbera, vinnumarkaður og umgjörð peningamála, mynda órjúfanlega heild þegar kemur að því að tryggja stöðugleika og sterkar efnahagslegar forsendur fyrir vexti. Rauði þráðurinn í þeim tillögum sem ræddar voru á fundi Samráðsvettvangsins í liðinni viku voru ábyrgð og agi. Til lengri tíma litið eru þetta lykilþættir bætts hagvaxtar og bættra lífskjara.Öll við sama borð Langtímamarkmið um stöðugleika og efnahagslegar forsendur fyrir vexti krefjast þolinmæði og elju. Þeim verður náð með gagnkvæmu trausti, gagnsærri umræðu og sátt um forsendur milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Keðja stöðugleikans er aðeins jafn sterk og veikasti hlekkur hennar og því er mikilvægt að breið samstaða náist um þessi málefni. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld er kjörinn vettvangur fyrir þá sátt. Þrátt fyrir ólíkar áherslur sitjum við öll við sama borð. Bætt lífskjör á Íslandi eru viðmið sem breið samstaða ætti að geta myndast um. Til að svo megi verða þurfum við að skapa sátt um ákveðinn grunn sem hægt er að byggja á. Agi og ábyrgð á öllum sviðum hagkerfisins og samræmd stefna þeirra aðila sem stýra efnahagsmálum er stærsta forsenda aukins hagvaxtar á Íslandi til lengri tíma. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld hefur ekki umboð til ákvarðanatöku í þessum efnum. Vonir standa þó til að þessi vettvangur nýtist til að stuðla að aukinni sátt og uppbyggilegri umræðu um þær grundvallarforsendur sem stuðla að bættum lífskjörum. Til að nýta þau sóknarfæri sem Ísland hefur upp á að bjóða með sem bestum hætti þarf aga, ábyrgð og langtímasýn. Um það ríkir breið sátt innan Samráðsvettvangsins. Það gefur ástæðu til bjartsýni um að unnt sé að móta grunn fyrir sátt til langtíma í efnahagsmálum. Næsti fundur Samráðsvettvangsins er í maí. Þá verða frekari tillögur frá Verkefnastjórn ræddar. Gert er ráð fyrir að Samráðsvettvangur skili heildstæðu yfirliti að tillögum til að auka hagsæld á Íslandi í september næstkomandi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun