Innlent

Búðarþjófur ákærður

10/11 við Seljaveg.
10/11 við Seljaveg.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir rán í tveimur verslunum í Vesturbæ Reykjavíkur sömu helgina í lok febrúar.

Maðurinn er sakaður um að hafa farið föstudagskvöldið 22. febrúar inn í Pétursbúð við Ránargötu með anlit sitt hulið. Hann ógnaði starfsmanni búðarinnar með plaststykki eða spýtu í hendi og skipaði henni að opna peningakassann. Hafði hann 20 þúsund krónur upp úr krafsinu.

Daginn eftir er ákærði sakaður um að hafa framið svipað rán í verslun 10/11 við Seljaveg. Voru 31.500 krónur fjárhæðin sem ákærði er talinn hafa tekið úr kassanum.

Ákærði var handtekinn af lögreglu sama dag og var með 0,78 grömm af maríhúana í fórum sínum. Þess er krafist að ákærði greiði allan sakarkostnað.

Fjallað var um ránin í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 23. febrúar síðastliðinn. Fréttina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Þrjú rán síðastliðinn sólarhring

Þrjú ofbeldisrán hafa verið framin í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn þar af tvö í 10-11. Þrír menn voru handteknir nú síðdegis í tengslum við eitt þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×