Innlent

Icesave hafði áhrif á fylgið

Það eru margar töfralausnir í boði fyrir kosningar sem ekki standast skoðun. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi flokksins í dag. Vísaði hann ekki síst til kosningaloforða Framsóknarflokksins.

Um fjögurhundruð manns voru saman komin á opnum fundi Sjálfstæðismanna í dag. Var ákaflega fagnað þegar frambjóðendur flokksins stigu á svið.

Á fundinum fór Bjarni Benediksson yfir helstu stefnumál flokksins sem ætlunin er að koma til skila á næstu vikum. Segir hann að í fyrsta lagi vilji Sjálfstæðisflokkurinn lækka skatta og gjöld á heimilin og atvinnulífið. Í öðru lagi ætli flokkurinn að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins, og eyða pólitískri óvinnu og einfalda regluverk. Í þriðja lagi segir hann flokkinn vilja aðgerðir fyrir heimilin sem ekki setja ríkissjóð á hausinn.

Hann sjái ekki betur en að Icesave-dómurinn, svokallaði hafi haft mikil áhrif á fylgi flokkanna. Hann treysti þó á Sjálfstæðisflokkurinn nái sér aftur á strik. Rætt var við Bjarna Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×