Innlent

Framsóknarflokkurinn segist ekki með gylliboð

Formaður Framsóknarflokksins hafnar því að flokkurinn sé með gylliboð. Á opnum fundi flokksins í dag sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að virki heimilin ekki sé samfélagið allt í hættu og því þurfi fyrst að bregðast við stöðu þeirra.

Það var troðið út úr dyrum á opnum fundi Framsóknarmanna í dag en fylgi flokksins hefur verið á mikilli siglingu. Bent hefur verið á að kosningaloforð Framsóknarmanna, sérstaklega þegar kemur að skuldum heimilanna séu æði kostnaðarsamar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, útskýrði stefnumál flokksins.

Þá segir hann rangt að Framsóknarflokkurinn hyggist fjármagna skuldaleiðréttingar með ríkisútgjöldum. Rætt var við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×