Innlent

Reykspólandi á Bimma sínum

Lögreglan á Selfossi veitti ökufanti föðurlegt tiltal.
Lögreglan á Selfossi veitti ökufanti föðurlegt tiltal.
Lögreglunni á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um ungan ökumann, sem var að reykspóla á Bimmanum sínum (BMW) og að hætta gæti stafað af. Lögregla var fljót að rekja það hver eigandinn er eftir bílnúmerinu, hringdi í hann í farsímann og skipaði honum að koma á lögreglustöðina strax. Hann hlýddi því og var sleppt eftir föðurlegt tiltal laganna varða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×