Lífið

Í matarboði með Tom Jones

Ellý Ármanns skrifar
Við höfðum samband við Grétu Karen Grétarsdóttur sem búsett er í Los Angeles eftir að við rákumst á símamynd af henni á Facebook með engum öðrum en Tom Jones. Hún gaf okkur leyfi til að birta myndina þegar við hringdum í hana og spurðum hvernig í ósköpunum stæði á því að hún væri að pósa með goðinu?

Tom Jones og Gréta í góðu stuði í matarboði.
Mætti of seint í matarboðið

„Ég fór í matarboð með vinkonu minni, Nadíu, en hún þekkir til hans. Matarboðið var haldið í rosa flottu húsi í Beverly Hills. Þar var kokkur sem kom og eldaði fyrir fullt af fólki. Þetta var tónlistarfólk. Þar var til að mynda ein kona sem kom upp og söng en hún er konan sem samdi lagið „Man in the mirror" sem Michael Jackson söng. Ég mætti aðeins of seint þegar maturinn var búinn. Við fórum öll inn í herbergi þar sem var píanó og píanóleikari sem byrjaði að syngja fyrir okkur. Fólkið söng og svo var ég spurð: „Ætlar þú ekki að fara upp?"... og ég fór upp og byrja að syngja og við sungum fram eftir kvöldi,“ útskýrir Gréta einlæg.



Sem sagt þú og To
m Jones - að syngja saman? „Já við sungum „kover lög“ og hann söng sín lög og þetta endaði með því að við sungum öll saman og síðan byrjum við að spjalla saman. Maðurinn sem vinnur fyrir Tom vildi síðan endilega fá númerið mitt og síðan daginn eftir fékk ég símtal frá manni sem var þarna sem spjallaði við mig heillengi og bauðst til að hjálpa mér,“ segir Gréta en hún leggur sig nú fram við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.“

Skrýtinn heimur sem venst

Hvernig erþessi Hollywoodheimur? „Hann er mjög skrýtinn. Það er mjög skrýtið að vera í matarboði með Tom Jones og rekast á Slash gítarleikarann í Guns and Roses allt í einu. En fyrir utan alla Rolls Royceana er þetta fólk alveg eins og ég og þú. Þetta er svolítið skrýtið en þetta venst.“



Ertu ein þarna að berjast – og hvernig gengur þér að koma þér á framfæri?
„Ég er góð í að þekkja fólk og koma mér áleiðis. Hér er gott að vera með „social skills“ því rosa mikill partur af þessu er að þekkja rétta fólkið burtséð frá hæfileikunum. En þetta getur líka verið ofboðslega erfitt. Það koma erfiðir dagar sem ég hugsa: „Thats it... ég gefst upp!" en svo held ég bara áfram. Hvur veit hvað gerist í framtíðinni," segir þessi hæfileikaríka og lífsglaða stúlka.

Gréta stundar tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.