Innlent

Vildu ekki laga gallaðan síma

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Að lokum fékk maðurinn nýjan síma í stað þess gallaða.
Að lokum fékk maðurinn nýjan síma í stað þess gallaða. Mynd/Getty Images
Íslenskur karlmaður sem hafði keypt sér farsíma reyndi fjórum sinnum að fá gert við galla sem reyndist á símanum. Í fimmta sinn sem hann bilaði krafðist maðurinn þess að fá nýjan síma en söluaðilinn neitaði því. Maðurinn leitaði þá til Neytendasamtakanna sem höfðu samanband við seljandann og útskýrðu að samkvæmt lögum um neytendakaup ætti seljandi eingöngu rétt á að bæta úr sama galla tvisvar sinnum en eftir það ætti neytandi rétt á að rifta kaupunum. Maðurinn fékk á endanum nýjan sambærilegan síma sér að kostnaðarlausu, eins og hann fór fram á í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×