Lífið

Charlie Hunnam dregur sig úr 50 Shades of Grey

Charlie Hunnam
Charlie Hunnam AFP/NordicPhotos
Charlie Hunnam er hættur við að taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni 50 Shades of Grey. 

Universal Pictures gaf frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær. 

Hunnam átti að leika á móti Dakota Johnson í kvikmyndaaðlögun bókarinnar 50 Shades of Grey eftir E L James. Leikstjóri myndarinnar er Sam Taylor-Johnson.

Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter fannst Hunnam athyglin sem hann hlaut fyrir að taka að sér hlutverkið yfirþyrmandi. Universal Pictures, sem framleiða myndina, þurftu meðal annars að ráða lífverði fyrir Hunnam á frumsýningu á Sons of Anarchy nýverið þar sem spurningar um væntanlegt hlutverk hans sem Christian Grey dundu á leikaranum.

Tökur á myndinni áttu að hefjast í Vancouver í Kanada þann fyrsta næsta mánaðar.

Myndina á að frumsýna þann 1. ágúst 2014, en ekki liggur fyrir hvort þetta muni hafa áhrif á dagsetningu frumsýningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.