Enn ein stjórnarskrárnefndin? Skúli Magnússon skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Í framhaldi af skipun stjórnarskrárnefndar á dögunum hafa heyrst þær raddir að hin nýja nefnd sé svo ósamstæð að það muni ganga kraftaverki næst ef slík nefnd geti yfir höfuð komið sér saman um eitthvað. Það er vissulega rétt að í nefndina hafa ekki einungis verið skipaðir stjórnmálamenn, eða fólk tengt tilteknum stjórnmálaflokkum, heldur hefur einnig verið leitað fanga í hópi þeirra sem fjallað hafa um stjórnarskrármál á undanförnum misserum, svo sem þess sem þetta ritar. Um nefndina er að öðru leyti það að segja að þar situr einn fyrrverandi fulltrúi úr Stjórnlagaráði (2011), tveir fyrrverandi fulltrúar úr stjórnlaganefnd (2010-2011), tveir fulltrúar úr eldri stjórnarskrárnefnd (2005-2007) auk fyrrverandi formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þótt hér sé um að ræða fólk sem kemur úr ólíkum áttum hefur þorri nefndarmanna þannig áður komið að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í þeim hita sem einkenndi umræðu um stjórnarskrármál á síðasta kjörtímabili vildi iðulega gleymast að breið samstaða er fyrir um hendi um ýmsar mikilvægar umbætur íslenskrar stjórnskipunar. Þannig má rifja upp að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lýst sig fylgjandi því að þjóðareign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá og í stjórnlaganefnd (2011) náðist t.d. full samstaða um hvernig heppilegast væri að haga efni og framsetningu slíks ákvæðis. Almenn samstaða er einnig um að mæla eigi fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings og setja eigi ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds í þágu alþjóðlegrar og evrópskrar samvinnu. Ýmis önnur atriði, svo sem styrking á stöðu Alþingis, einkum eftirlitshlutverks, og endurskoðun dómstólakaflans mega heita ágreiningslaus.Grunnbreyting Að þessu slepptu má nefna ýmis atriði sem hafa takmarkaða efnislega þýðingu en skipta þó máli um viðmót stjórnarskrárinnar eða þau „skilaboð“ sem hún sendir almenningi, t.d. hvort stjórnarskránni er fylgt úr hlaði með aðfararorðum og hvort kafli um grundvallarréttindi eigi að vera fyrstur efniskafla stjórnarskrárinnar. Hins vegar er ljóst að greining og umræða um sum önnur atriði, t.d. grunnbreytingu á stöðu forseta Íslands og ríkisstjórnar, nýja kosninga- og kjördæmaskipan og endurskoðaðan mannréttindakafla, er komin mun skemur. Þeim sem talað hafa fyrir umbyltingu á íslenskri stjórnskipun á síðustu árum kann að þykja upptalning á framangreindum samstöðumálum rýr. Ef tækist að breyta gildandi stjórnarskrá, þótt aðeins væri um þessi atriði, væri samt sem áður um að ræða viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu. Flestir munu vera sammála um að til slíkra umbóta ætti í grunninn ekki að þurfa „kraftaverk“ heldur fyrst og fremst heilbrigða skynsemi ásamt slatta af þolinmæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af skipun stjórnarskrárnefndar á dögunum hafa heyrst þær raddir að hin nýja nefnd sé svo ósamstæð að það muni ganga kraftaverki næst ef slík nefnd geti yfir höfuð komið sér saman um eitthvað. Það er vissulega rétt að í nefndina hafa ekki einungis verið skipaðir stjórnmálamenn, eða fólk tengt tilteknum stjórnmálaflokkum, heldur hefur einnig verið leitað fanga í hópi þeirra sem fjallað hafa um stjórnarskrármál á undanförnum misserum, svo sem þess sem þetta ritar. Um nefndina er að öðru leyti það að segja að þar situr einn fyrrverandi fulltrúi úr Stjórnlagaráði (2011), tveir fyrrverandi fulltrúar úr stjórnlaganefnd (2010-2011), tveir fulltrúar úr eldri stjórnarskrárnefnd (2005-2007) auk fyrrverandi formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þótt hér sé um að ræða fólk sem kemur úr ólíkum áttum hefur þorri nefndarmanna þannig áður komið að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í þeim hita sem einkenndi umræðu um stjórnarskrármál á síðasta kjörtímabili vildi iðulega gleymast að breið samstaða er fyrir um hendi um ýmsar mikilvægar umbætur íslenskrar stjórnskipunar. Þannig má rifja upp að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lýst sig fylgjandi því að þjóðareign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá og í stjórnlaganefnd (2011) náðist t.d. full samstaða um hvernig heppilegast væri að haga efni og framsetningu slíks ákvæðis. Almenn samstaða er einnig um að mæla eigi fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings og setja eigi ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds í þágu alþjóðlegrar og evrópskrar samvinnu. Ýmis önnur atriði, svo sem styrking á stöðu Alþingis, einkum eftirlitshlutverks, og endurskoðun dómstólakaflans mega heita ágreiningslaus.Grunnbreyting Að þessu slepptu má nefna ýmis atriði sem hafa takmarkaða efnislega þýðingu en skipta þó máli um viðmót stjórnarskrárinnar eða þau „skilaboð“ sem hún sendir almenningi, t.d. hvort stjórnarskránni er fylgt úr hlaði með aðfararorðum og hvort kafli um grundvallarréttindi eigi að vera fyrstur efniskafla stjórnarskrárinnar. Hins vegar er ljóst að greining og umræða um sum önnur atriði, t.d. grunnbreytingu á stöðu forseta Íslands og ríkisstjórnar, nýja kosninga- og kjördæmaskipan og endurskoðaðan mannréttindakafla, er komin mun skemur. Þeim sem talað hafa fyrir umbyltingu á íslenskri stjórnskipun á síðustu árum kann að þykja upptalning á framangreindum samstöðumálum rýr. Ef tækist að breyta gildandi stjórnarskrá, þótt aðeins væri um þessi atriði, væri samt sem áður um að ræða viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu. Flestir munu vera sammála um að til slíkra umbóta ætti í grunninn ekki að þurfa „kraftaverk“ heldur fyrst og fremst heilbrigða skynsemi ásamt slatta af þolinmæði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun