Ný stjórnarskrá Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. Þjóðaratkvæðagreiðslu er ætlað að kanna og virkja hinn „sanna" vilja þjóðarinnar, eiginlegs handhafa löggjafarvalds þjóðarinnar, gagnvart lögum frá Alþingi, til samþykktar eða synjunar. Við þjóðaratkvæðagreiðslu er rofið framsal kjósenda á löggjafarvaldi til Alþingis í því máli sem um er kosið. Tengsl kjósenda við flokk sinn eru rofin. Skylda hvers kjósanda verður þá að kanna mál sem hann tekur í sínar hendur. Það er skylda hans gagnvart þjóð sinni að greiða atkvæði samkvæmt þeirri könnun og samvisku sinni, ekki síst þegar um er að ræða stjórnarskrá Íslands. Til þess að kjósandi geti gegnt þessari skyldu sinni nú varðandi væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp, byggt á tillögum stjórnlagaráðs, verður Alþingi að skila skýru frumvarpi til kjósenda með skiljanlegri greinargerð efnislega. 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkrar greinar tillagna að stjórnarskrá frá stjórnlagaráði og fyrsta spurningin var hvort þjóðin myndi samþykkja að leggja drögin í heild sinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í raun var ekki hægt að svara þeirri spurningu játandi vegna þeirra greina tillagnanna sem ekki var spurt um. Þegar þessar spurningar voru lagðar fyrir þjóðina hafði Alþingi lítið fjallað efnislega um tillögur stjórnlagaráðsins, sem voru að mörgu leyti frjóar. Þingnefndaálit voru ekki komin fram og ekki niðurstöður þingskipaðrar nefndar sérfræðinga á þessu sviði og ekki fjölmargar athugasemdir fræðimanna. Ekki lá heldur fyrir álit Feneyjanefndarinnar. Þannig var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla alveg ótímabær og óþörf.Nefnd sérfræðinga Alþingi fól nefnd sérfræðinga „að skoða og fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá". Nefndinni var falið að byggja athugun sína á tillögum stjórnlagaráðs lagatæknilega. Þótt nefndin hafi haft það að leiðarljósi kemur hún með ýmsar hugleiðingar um hvað mætti betur fara en telur sig fara varlega í það „í trausti þess að Alþingi muni einnig ígrunda gaumgæfilega ábendingar á grundvelli" hennar. Vinna nefndarinnar er mjög góð og ítarleg og verður mjög áhugavert að sjá hvernig Alþingi vinnur úr henni og ekki síst ábendingum nefndarinnar um hvað megi betur fara. Vinna stjórnlagaráðs, einkum að því markmiði að stjórnarskráin verði í anda nútímalegra viðhorfa, er að mörgu leyti góður grunnur. Stjórnarskráin á ekki sök á hruninu. Ekki er nauðsynlegt að hraða breytingu allra greina hennar á skömmum tíma. Festina lente, flýttu þér hægt. Óróatímar á stjórnmálasviðinu eru ekki hentugasti tími til að knýja fram breytingar sem valda deilum á næstu skrefum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að bera virðingu fyrir sinni stjórnarskrá. Allir bera virðingu fyrir boðorðunum af því að þau eru viturleg þótt gömul séu. Á þann hátt á að gera borgaranum kleift að bera virðingu fyrir stjórnarskrá sinni. Hins vegar er eðlilegt að ný stjórnarskrá byggi á þeirri staðreynd að hér er ekki lengur kóngur, en það þarf nauðsynlega að skilgreina í stjórnarskrá nákvæmlega vald og athafnasvið þess þjóðhöfðingja sem við tók, forsetans. Fögur orð fara vel í stjórnarskrá en framkvæmd fyrirmæla verður að vera möguleg við gildistöku þeirra. Í 2.mgr. 23.gr. í 2. kafla segir: „Öllum skal með lögum tryggður réttur aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu." Er það viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn getur veitt þegar hann getur ekki haldið við tækjum sínum eða endurnýjað þau? Eða á orðið aðgengileg að miða við fjárhag Landspítalans og ríkissjóðs? Í 2. mgr. 33. gr. 2. kafla segir: Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Við vissar aðstæður er mikil mengun vegna umferðar, t.d. við Miklubraut. Myndi það verða stjórnarskrárbrot skv. nýrri stjórnarskrá ef kröfum íbúa þar og ef til vill á fleiri stöðum um umbætur verður ekki snarlega sinnt. Festina lente! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. Þjóðaratkvæðagreiðslu er ætlað að kanna og virkja hinn „sanna" vilja þjóðarinnar, eiginlegs handhafa löggjafarvalds þjóðarinnar, gagnvart lögum frá Alþingi, til samþykktar eða synjunar. Við þjóðaratkvæðagreiðslu er rofið framsal kjósenda á löggjafarvaldi til Alþingis í því máli sem um er kosið. Tengsl kjósenda við flokk sinn eru rofin. Skylda hvers kjósanda verður þá að kanna mál sem hann tekur í sínar hendur. Það er skylda hans gagnvart þjóð sinni að greiða atkvæði samkvæmt þeirri könnun og samvisku sinni, ekki síst þegar um er að ræða stjórnarskrá Íslands. Til þess að kjósandi geti gegnt þessari skyldu sinni nú varðandi væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp, byggt á tillögum stjórnlagaráðs, verður Alþingi að skila skýru frumvarpi til kjósenda með skiljanlegri greinargerð efnislega. 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkrar greinar tillagna að stjórnarskrá frá stjórnlagaráði og fyrsta spurningin var hvort þjóðin myndi samþykkja að leggja drögin í heild sinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í raun var ekki hægt að svara þeirri spurningu játandi vegna þeirra greina tillagnanna sem ekki var spurt um. Þegar þessar spurningar voru lagðar fyrir þjóðina hafði Alþingi lítið fjallað efnislega um tillögur stjórnlagaráðsins, sem voru að mörgu leyti frjóar. Þingnefndaálit voru ekki komin fram og ekki niðurstöður þingskipaðrar nefndar sérfræðinga á þessu sviði og ekki fjölmargar athugasemdir fræðimanna. Ekki lá heldur fyrir álit Feneyjanefndarinnar. Þannig var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla alveg ótímabær og óþörf.Nefnd sérfræðinga Alþingi fól nefnd sérfræðinga „að skoða og fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá". Nefndinni var falið að byggja athugun sína á tillögum stjórnlagaráðs lagatæknilega. Þótt nefndin hafi haft það að leiðarljósi kemur hún með ýmsar hugleiðingar um hvað mætti betur fara en telur sig fara varlega í það „í trausti þess að Alþingi muni einnig ígrunda gaumgæfilega ábendingar á grundvelli" hennar. Vinna nefndarinnar er mjög góð og ítarleg og verður mjög áhugavert að sjá hvernig Alþingi vinnur úr henni og ekki síst ábendingum nefndarinnar um hvað megi betur fara. Vinna stjórnlagaráðs, einkum að því markmiði að stjórnarskráin verði í anda nútímalegra viðhorfa, er að mörgu leyti góður grunnur. Stjórnarskráin á ekki sök á hruninu. Ekki er nauðsynlegt að hraða breytingu allra greina hennar á skömmum tíma. Festina lente, flýttu þér hægt. Óróatímar á stjórnmálasviðinu eru ekki hentugasti tími til að knýja fram breytingar sem valda deilum á næstu skrefum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að bera virðingu fyrir sinni stjórnarskrá. Allir bera virðingu fyrir boðorðunum af því að þau eru viturleg þótt gömul séu. Á þann hátt á að gera borgaranum kleift að bera virðingu fyrir stjórnarskrá sinni. Hins vegar er eðlilegt að ný stjórnarskrá byggi á þeirri staðreynd að hér er ekki lengur kóngur, en það þarf nauðsynlega að skilgreina í stjórnarskrá nákvæmlega vald og athafnasvið þess þjóðhöfðingja sem við tók, forsetans. Fögur orð fara vel í stjórnarskrá en framkvæmd fyrirmæla verður að vera möguleg við gildistöku þeirra. Í 2.mgr. 23.gr. í 2. kafla segir: „Öllum skal með lögum tryggður réttur aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu." Er það viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn getur veitt þegar hann getur ekki haldið við tækjum sínum eða endurnýjað þau? Eða á orðið aðgengileg að miða við fjárhag Landspítalans og ríkissjóðs? Í 2. mgr. 33. gr. 2. kafla segir: Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Við vissar aðstæður er mikil mengun vegna umferðar, t.d. við Miklubraut. Myndi það verða stjórnarskrárbrot skv. nýrri stjórnarskrá ef kröfum íbúa þar og ef til vill á fleiri stöðum um umbætur verður ekki snarlega sinnt. Festina lente!
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun