Dögun og þjóðarvilji Helga Þórðardóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Dögun er nýtt umbótasinnað stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Við byrjuðum á því að sameinast um kjarnastefnu en í henni koma fram þær megináherslur sem við ætlum að leggja af stað með í kosningabaráttuna. Þar ber fyrst að nefna öflugar aðgerðir í þágu heimila, með afnámi verðtryggingar á neytendalánum og almennri leiðréttingu húsnæðislána, í öðru lagi samþykkt nýrrar stjórnarskrár og í þriðja lagi er áherslan á auðlindirnar í þjóðareign og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Mjög margir innan Dögunar hafa verið öflugir innan grasrótarinnar. Við höfum barist fyrir því að fá Icesave-samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú reynsla hefur kennt okkur að það getur verið afar mikilvægt að hlusta á fólkið í landinu. Almenningur getur vel kynnt sér flókin mál og tekið skynsamar ákvarðanir. Það sem skilaði okkur góðum árangri var samtakamáttur upplýstrar þjóðar sem neitaði að láta kúga sig. Við í Dögun vildum líka að fólkið í landinu fengi að segja skoðun sína á nýrri stjórnarskrá. Fólkið í landinu fékk að segja skoðun sína í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn. Á þessu þingi fá stjórnvöld nýtt tækifæri til að hlusta á vilja þjóðarinnar og fara að vilja hennar varðandi nýja stjórnarskrá. Dögun setti líka af stað undirskriftarsöfnun á thjodareign.is þar sem við hvöttum landsmenn til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn fiskveiða. Við teljum að nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé hvorki í samræmi við auðlindaákvæðið í nýrri stjórnarskrá né við vilja þjóðarinnar og að það séu hræðileg mistök að hlusta ekki á þjóðarviljann. Dögun er stjórnmálaafl sem vill koma með nýja nálgun inn í stjórnmálin. Við viljum ekki bara nýja umræðuhefð á Alþingi og á milli stjórnmálaflokka, heldur viljum við leggja ríka áherslu á að hlusta á fólkið í landinu. Það getum við gert með því að koma á þátttökulýðræði og efla beint lýðræði og þar er fyrsta skrefið að hlusta. Þess vegna er Dögun flokkur almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Dögun er nýtt umbótasinnað stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Við byrjuðum á því að sameinast um kjarnastefnu en í henni koma fram þær megináherslur sem við ætlum að leggja af stað með í kosningabaráttuna. Þar ber fyrst að nefna öflugar aðgerðir í þágu heimila, með afnámi verðtryggingar á neytendalánum og almennri leiðréttingu húsnæðislána, í öðru lagi samþykkt nýrrar stjórnarskrár og í þriðja lagi er áherslan á auðlindirnar í þjóðareign og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Mjög margir innan Dögunar hafa verið öflugir innan grasrótarinnar. Við höfum barist fyrir því að fá Icesave-samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú reynsla hefur kennt okkur að það getur verið afar mikilvægt að hlusta á fólkið í landinu. Almenningur getur vel kynnt sér flókin mál og tekið skynsamar ákvarðanir. Það sem skilaði okkur góðum árangri var samtakamáttur upplýstrar þjóðar sem neitaði að láta kúga sig. Við í Dögun vildum líka að fólkið í landinu fengi að segja skoðun sína á nýrri stjórnarskrá. Fólkið í landinu fékk að segja skoðun sína í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn. Á þessu þingi fá stjórnvöld nýtt tækifæri til að hlusta á vilja þjóðarinnar og fara að vilja hennar varðandi nýja stjórnarskrá. Dögun setti líka af stað undirskriftarsöfnun á thjodareign.is þar sem við hvöttum landsmenn til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn fiskveiða. Við teljum að nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé hvorki í samræmi við auðlindaákvæðið í nýrri stjórnarskrá né við vilja þjóðarinnar og að það séu hræðileg mistök að hlusta ekki á þjóðarviljann. Dögun er stjórnmálaafl sem vill koma með nýja nálgun inn í stjórnmálin. Við viljum ekki bara nýja umræðuhefð á Alþingi og á milli stjórnmálaflokka, heldur viljum við leggja ríka áherslu á að hlusta á fólkið í landinu. Það getum við gert með því að koma á þátttökulýðræði og efla beint lýðræði og þar er fyrsta skrefið að hlusta. Þess vegna er Dögun flokkur almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar