Um klikkaðar upphæðir að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2013 11:12 Eiríkur Bergmann. „Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega tveir stærstu markaðir veraldarinnar, þar sem helmingur allra viðskipta fer fram. Menn eru að fara í formlegar samningaviðræður í sumar þannig að málið er komið lengra en áður," segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópuseturs. Hann segir ráð gert fyrir að samningum verði lokið árið 2014. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, tilkynntu í gær að framundan væru formlegar viðræður um fríverslunarsamning. Eiríkur minnir á að þegar séu gríðarlega viðamiklir viðskiptasamningar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þó hafi lengi verið vilji til þess að koma á raunverulegum fríverslunarsamningi. „Það sem að menn ætla sér að gera núna er að reyna að fara heilstætt yfir þetta. Þetta er ekki ný hugmynd en er loksins komin á borðið," segir Eiríkur. Blaðamaður leitaði til hans varðandi þá þýðingu sem fríverslunarsamningur myndi hafa fyrir báða aðila og hvaða árekstar væru fyrirséðir. „Þú ert að tala um klikkaðar upphæðir. Þetta eru hundruð milljarða evra í viðskiptum árlega," segir Eiríkur um umfang viðskipta á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Fríverslunarsamningur þýði vissulega að fólk þurfi að greiða minna fyrir vörur. Hins vegar sé alltaf einhver sem tapi. „Vandinn snýr að því annars vegar að Bandaríkjamenn hafa verndað ákveðinn þungaiðnað sem Evrópumenn vilja opna. Á sama tíma hafa Evrópumenn verndað landbúnað sem Bandaríkjamenn vilja opna," segir Eiríkur. Að því leyti halli ekki á annan aðilann heilt yfir heldur sé verið að vernda mismunandi hluti.Nordicphotos/AFPEiríkur bendir á að afstaða til viðskipta við Kína sé ólík austanhafs og vestan. „Það er pressa í Bandaríkjunum að setja viðskiptahindranir á Kína. Ef það er frjálst flæði inn til Evrópu þá yrði flæðið áfram hindrunarlaust til Bandaríkjanna," segir Eiríkur. Ísland er utan Evrópusambandsins en þó hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Eiríkur segist eiga eftir að átta sig betur á því hvað slíkur fríverslunarsamningur þýði fyrir Ísland. „Í prinsippinu eiga vörur sem hafa verið tollaðar inn á Evrópska efnahagssvæðinu að vera fluttar frjálst til Íslands. Þannig að vörur sem eru fluttar frá Bandaríkjunum og inn á Evrópska efnahagssvæðið við tollfrelsi, við eigum að geta keypt þær tollfrjálst," segir Eiríkur. Þó sé málið ekki alltaf svo einfalt. Í sumum tilfellum séu vörur keyptar frá aðilum innan Evrópusambandsins en vörurnar svo sendar frá löndum utan álfunnar, t.d. frá Asíu. Þá þurfi að greiða toll af vörunni. Barroso sagði í gær að samningurinn myndu ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins og gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5%. Obama sagði í stefnuræðu sinni í gær að samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn vestanhafs.Hu Jintao, forseti Kína, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.Nordicphotos/AFP
Tengdar fréttir ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar. 13. febrúar 2013 19:42