Leikkonan Sharon Stone mætti á viðburð á vegum amfAR í Sao Paolo í Brasilíu um helgina og hefði aðeins mátt tóna farðann niður.
Sharon, sem er 55 ára gömul, var með bronsaðan kinnalit, afar dökkan augnskugga og dökkrauðan varalit sem gerði lítið fyrir þessa stórglæsilegu konu.
Með kærastanum.Sharon fór á viðburðinn með kærasta sínum, hinum 27 ára Martin Mica, en þau eru búin að vera að deita í ár. Hún var einmitt líka frekar mikið máluð á síðasta viðburði sem skötuhjúin sóttu fyrir tveimur vikum í Portúgal.