Opnuðu kjólabúð á netinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. desember 2013 09:30 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir opnaði Sissubúð.is á dögunum. MYND/DANÍEL Sissa amma er alltaf svo ótrúlega fín og vel til höfð svo nafnið á búðinni kom alveg um leið, Sissubúð. Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans,“ segir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, en hún hefur stofnað vefverslunina sissubud.is með föt í anda sjötta og sjöunda áratugarins, ásamt frænku sinni, Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur. Í búðinni leggja þær áherslu á kjóla og segjast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálfum.„Mömmur okkar voru mjög duglegar að sauma á okkur kjóla þegar við vorum litlar og oft vorum við útstungnar af títuprjónum þegar var verið að máta á okkur. Við æptum og skræktum þá, en ætli þetta saumaæði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okkur af kjólabakteríunni. Saumabakterían smitaðist hins vegar ekki. Við erum meira í að kaupa allt tilbúið,“ segir Sigrún hlæjandi. „Við kaupum fötin frá nokkrum framleiðendum, meðal annars breskum og bandarískum, til dæmis verslum við töluvert við mjög flottan hönnuð sem er í Brooklyn og hannar undir merkjum Family Affairs. Kjólarnir eru vinsælastir, dömulegir og klassískir en þeir eru mjög klæðilega sniðnir og henta öllum konum. Nú förum við að bæta við vörum en áherslan verður áfram á kjólana. Vonandi fáum við skó og fylgihluti á næstu vikum,“ segir Sigrún og bætir við að viðtökurnar hafi verið framar vonum.„Sissubúð fer ótrúlega vel af stað og í raun miklu betur en við áttum von á. Ég er bókmenntafræðingur og hef aldrei komið nálægt tískubransanum áður, en þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Amma fylgist líka vel með öllu en hún opnaði búðina formlega. Það er sérstaklega gaman að hafa hana með í þessu,“ segir Sigrún. Sissubúð sendir um allt land en einnig má hafa samband við Sigrúnu í gegnum vefsíðuna og fá að skoða og máta. Sissubúð er líka á Facebook. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Sissa amma er alltaf svo ótrúlega fín og vel til höfð svo nafnið á búðinni kom alveg um leið, Sissubúð. Við Sirrí höfum báðar sérstakt dálæti á fallegum kjólum, en komumst ekki með tærnar þar sem amma er með hælana hvað varðar elegans,“ segir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, en hún hefur stofnað vefverslunina sissubud.is með föt í anda sjötta og sjöunda áratugarins, ásamt frænku sinni, Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur. Í búðinni leggja þær áherslu á kjóla og segjast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálfum.„Mömmur okkar voru mjög duglegar að sauma á okkur kjóla þegar við vorum litlar og oft vorum við útstungnar af títuprjónum þegar var verið að máta á okkur. Við æptum og skræktum þá, en ætli þetta saumaæði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okkur af kjólabakteríunni. Saumabakterían smitaðist hins vegar ekki. Við erum meira í að kaupa allt tilbúið,“ segir Sigrún hlæjandi. „Við kaupum fötin frá nokkrum framleiðendum, meðal annars breskum og bandarískum, til dæmis verslum við töluvert við mjög flottan hönnuð sem er í Brooklyn og hannar undir merkjum Family Affairs. Kjólarnir eru vinsælastir, dömulegir og klassískir en þeir eru mjög klæðilega sniðnir og henta öllum konum. Nú förum við að bæta við vörum en áherslan verður áfram á kjólana. Vonandi fáum við skó og fylgihluti á næstu vikum,“ segir Sigrún og bætir við að viðtökurnar hafi verið framar vonum.„Sissubúð fer ótrúlega vel af stað og í raun miklu betur en við áttum von á. Ég er bókmenntafræðingur og hef aldrei komið nálægt tískubransanum áður, en þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Amma fylgist líka vel með öllu en hún opnaði búðina formlega. Það er sérstaklega gaman að hafa hana með í þessu,“ segir Sigrún. Sissubúð sendir um allt land en einnig má hafa samband við Sigrúnu í gegnum vefsíðuna og fá að skoða og máta. Sissubúð er líka á Facebook.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira