Lífið

Í flöskustút með Britney Spears

Stórleikarinn Ryan Gosling segist hafa verið rosalega skotinn í söngkonunni Britney Spears þegar þau léku saman í sjónvarpsþáttunum The Mickey Mouse Club.

Hann var þá tólf ára en hún ellefu ára gömul og segir Ryan að þau hafi deilt nokkrum afar saklausum kossum.

Krúttmonsur í The Mickey Mouse Club.
“Britney var algjör elska. Hún bjó fyrir ofan mig. Hún var stelpan sem ég lék mér með í körfubolta og fór í flöskustút með,” segir Ryan í viðtali við The Sunday Times.

Ryan er einn kynþokkafyllsti maður heims.
Britney hefur gengið í gegnum margt en spjarar sig alltaf.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.