Óánægja með lokun hjólabrettagarðs við Laugalækjarskóla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. september 2013 12:55 Heiða vonast til að lokun garðsins verði endurskoðuð. Til hægri má sjá hinn nýja garð í Laugardal. Foreldrar í Laugarneshverfi eru ósáttir við lokun hjólabrettagarðs við Laugalækjarskóla. Garðinum var fyrst lokað í fyrra en nú hefur verið lagt á hann gervigras, taflborð og fleira, og ekki stendur til að opna hann á ný. Að sögn skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar var ákveðið að loka garðinum og gera nýjan í Laugardal eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í nágrenni við garðinn undan hávaða. Þá hafi ungmenni sótt í garðinn á kvöldin og algengt að bílar væru á svæðinu og hávær tónlist spiluð. Heiða Birgisdóttir er íbúi í hverfinu og segir hún að garðsins sé sárt saknað af mörgum. „Það er mikil óánægja hjá krökkum með að það sé búið að loka þessu. Margir krakkar stunda ekki aðrar íþróttir og þá er ekkert mikið annað fyrir þau að gera. Þau eru kannski ekki í fótbolta eða öðrum boltaíþróttum. Það er leiðinlegt þegar svona er kippt út úr lífi krakkanna.“Borgarstjóri fékk bréf Heiða segir garðinn í Laugardalnum skemmtilegan en mjög ólíkan þeim við Laugalækjarskóla. Í hann komi krakkar alls staðar af úr borginni en yngri krakkar geri sér síður ferð þangað. Hún segir foreldri í hverfinu hafa skrifað borgarstjóra bréf vegna málsins en ekkert svar hafi borist. Þá vonast hún til þess að lokun garðsins verði endurskoðuð. „Okkur finnst það hljóta að vera einhverjar leiðir til þess að halda þessu opnu með því að loka á ákveðnum tíma á kvöldin þannig að það sé ekki þessi ófriður fyrir nágrannana. Ég var sjálf til dæmis sjálf með verslun á Laugaveginum og við vorum með hjólabrettaramp á bak við. Við settum keðju yfir miðjan rampinn á kvöldin þannig að það var engin leið að nota hann. Það er til dæmis hægt að gera eitthvað þannig en þá þarf auðvitað manneskju að sjá um það. En þegar svona aðstaða er sett upp þá hlýtur að vera hægt að leggja eitthvað í að halda henni uppi.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Foreldrar í Laugarneshverfi eru ósáttir við lokun hjólabrettagarðs við Laugalækjarskóla. Garðinum var fyrst lokað í fyrra en nú hefur verið lagt á hann gervigras, taflborð og fleira, og ekki stendur til að opna hann á ný. Að sögn skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar var ákveðið að loka garðinum og gera nýjan í Laugardal eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í nágrenni við garðinn undan hávaða. Þá hafi ungmenni sótt í garðinn á kvöldin og algengt að bílar væru á svæðinu og hávær tónlist spiluð. Heiða Birgisdóttir er íbúi í hverfinu og segir hún að garðsins sé sárt saknað af mörgum. „Það er mikil óánægja hjá krökkum með að það sé búið að loka þessu. Margir krakkar stunda ekki aðrar íþróttir og þá er ekkert mikið annað fyrir þau að gera. Þau eru kannski ekki í fótbolta eða öðrum boltaíþróttum. Það er leiðinlegt þegar svona er kippt út úr lífi krakkanna.“Borgarstjóri fékk bréf Heiða segir garðinn í Laugardalnum skemmtilegan en mjög ólíkan þeim við Laugalækjarskóla. Í hann komi krakkar alls staðar af úr borginni en yngri krakkar geri sér síður ferð þangað. Hún segir foreldri í hverfinu hafa skrifað borgarstjóra bréf vegna málsins en ekkert svar hafi borist. Þá vonast hún til þess að lokun garðsins verði endurskoðuð. „Okkur finnst það hljóta að vera einhverjar leiðir til þess að halda þessu opnu með því að loka á ákveðnum tíma á kvöldin þannig að það sé ekki þessi ófriður fyrir nágrannana. Ég var sjálf til dæmis sjálf með verslun á Laugaveginum og við vorum með hjólabrettaramp á bak við. Við settum keðju yfir miðjan rampinn á kvöldin þannig að það var engin leið að nota hann. Það er til dæmis hægt að gera eitthvað þannig en þá þarf auðvitað manneskju að sjá um það. En þegar svona aðstaða er sett upp þá hlýtur að vera hægt að leggja eitthvað í að halda henni uppi.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira