Umfjöllun um ofbeldi í skólum: Þörf á að móta viðbrögð í þessum málum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. september 2013 18:45 Þegar Barnavernd Reykjavíkur fær til sín mál sem varða brot á börnum í skólakerfinu fer af stað tvíþætt ferli, annars vegar gagnvart fullorðna aðilanum sem er talinn hafa brotið á barni og hins vegar gagnvart barninu sjálfu. Í vikunni ræddum við við móður barns sem sakar kennara sinn um að hafa lagt sig í einelti í tvö ár. Það mál fór til Barnaverndar en var svo vísað aftur til skólans og segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar, ástæðuna þá að hún geti aðeins gert tillögur til úrbóta en ekki tekið ákvarðanir varðandi framtíð skólastarfsmanna eða veitt áminningar, slíkt sé í höndum skólayfirvalda. Því hafi málinu verið vísað aftur í skólann. „Við höfum ekki aðrar leiðir, nema þá að óska lögreglurannsóknar og það er gert í einstaka tilvikum,“ segir Halldóra. Spurð um hvort ekki sé óeðlilegt að ætlast til þess að skólinn rannsaki eigin innviði, segir Halldóra að ásamt skólunum, fái skóla- og frístundasvið alltaf afrit af niðurstöðum Barnaverndar. „Og það er kannski ekki óeðlilegt að halda að þeir geti tekið á sínu starfsmannahaldi, sínum starfsmannnamálum og líðan barnanna í sínum skólum,“ segir hún. Halldóra tekur undir að ástæða væri til að móta betur viðbrögð í málum sem varða ofbeldi í skólum. „Og ég held að Barnavernd Reykjavíkur, skóla- og frístundasvið og aðrir sem koma að þessum málum gætu alveg stillt betur saman strengi og held það væri eðlilegt að gera það.“ Svo þú ert sammála því að það vanti meiri yfirsýn og betra utanumhald um þessi mál? „Ég er sammála því að við þurfum að setjast niður og skoða þetta. Það er enginn svo fullkominn að ekki sé hægt að bæta sig. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni.“ Halldóra kveðst ekki hafa þekkingu til að svara því hvort eineltisáætlunum sé fylgt nógu vel eftir. „En það þarf kannski að skoða hvort innan þessara eineltisáætlana sé tekið á einelti fullorðinna, gagnvart börnum.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þegar Barnavernd Reykjavíkur fær til sín mál sem varða brot á börnum í skólakerfinu fer af stað tvíþætt ferli, annars vegar gagnvart fullorðna aðilanum sem er talinn hafa brotið á barni og hins vegar gagnvart barninu sjálfu. Í vikunni ræddum við við móður barns sem sakar kennara sinn um að hafa lagt sig í einelti í tvö ár. Það mál fór til Barnaverndar en var svo vísað aftur til skólans og segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar, ástæðuna þá að hún geti aðeins gert tillögur til úrbóta en ekki tekið ákvarðanir varðandi framtíð skólastarfsmanna eða veitt áminningar, slíkt sé í höndum skólayfirvalda. Því hafi málinu verið vísað aftur í skólann. „Við höfum ekki aðrar leiðir, nema þá að óska lögreglurannsóknar og það er gert í einstaka tilvikum,“ segir Halldóra. Spurð um hvort ekki sé óeðlilegt að ætlast til þess að skólinn rannsaki eigin innviði, segir Halldóra að ásamt skólunum, fái skóla- og frístundasvið alltaf afrit af niðurstöðum Barnaverndar. „Og það er kannski ekki óeðlilegt að halda að þeir geti tekið á sínu starfsmannahaldi, sínum starfsmannnamálum og líðan barnanna í sínum skólum,“ segir hún. Halldóra tekur undir að ástæða væri til að móta betur viðbrögð í málum sem varða ofbeldi í skólum. „Og ég held að Barnavernd Reykjavíkur, skóla- og frístundasvið og aðrir sem koma að þessum málum gætu alveg stillt betur saman strengi og held það væri eðlilegt að gera það.“ Svo þú ert sammála því að það vanti meiri yfirsýn og betra utanumhald um þessi mál? „Ég er sammála því að við þurfum að setjast niður og skoða þetta. Það er enginn svo fullkominn að ekki sé hægt að bæta sig. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni.“ Halldóra kveðst ekki hafa þekkingu til að svara því hvort eineltisáætlunum sé fylgt nógu vel eftir. „En það þarf kannski að skoða hvort innan þessara eineltisáætlana sé tekið á einelti fullorðinna, gagnvart börnum.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent