"Ég er ekki í neinum skáp, en ég er með þykkan skráp“ Boði Logason skrifar 25. september 2013 20:34 Hannes Hólmstein var í viðtali við Kastljós í kvöld. Mynd/RÚV „Mér finnst það nú eiginlega blasa við af blaðafréttum, að ég hljóti að vera aðalfyrirmyndin. Ég verð nú að segja eins og er, mér finnst það nú löngu tímabært, ég er nú orðinn sextugur, að það yrði skrifað um mig leikrit,“ segir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hannes var í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi í kvöld, og var þar spurður út í leikritið Maður að mínu skapi eftir Braga Ólafsson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Aðalpersónan, Guðgeir Vagn sem leikin er af Eggerti Þorleifssyni, þykir minna mjög á Hannes Hólmstein og var það meðal annars staðhæft í leikdómi í DV um miðjan mánuðinn. Guðgeir er sakaður um ritstuld en svarar því til að hann steli ekki bókum heldur setji bara nafn sitt á þær. „Gefið er í skyn að bæði Guðgeir og Klemens séu skápahommar,“ sagði í leikdómi DV. Hannes sagðist í Kastljósi í kvöld ekki hafa séð leikritið, og langaði ekki að sjá það. Sagði hann að það beri öllum saman um það að ekki megi brjóta aðallögmál listarinnar: að vera leiðinlegur. „Á mér hvílir engin tilkynningarskylda um mitt einkalíf. Ég hef ekkert að fela þar. Ég gæti alveg sagt við þig, að ég er ekki í neinum skáp, en ég er með þykkan skráp. Þannig ég er kominn með það mikið sigg á sálina og tek því ekkert illa, og kippi mér ekkert upp við það, þó að menn deili á mig,“ sagði Hannes. Þá sagðist hann meðal annars gera athugasemdir við leikritið, byggt á því sem hann hafi lesið um það. „Þar eru klisjukenndar árásir á samkynhneigt fólk. Og ég hélt satt að segja að við værum vaxin upp úr því. Menn eru hvorki betri né verri fyrir það að vera hægri menn, og menn eru hvorki betri en verri að vera gagnkynhneigðir eða samkynhneigðir. Eða eins og margir fjölmiðlamenn eru, sjálfkynhneigðir, þannig að það á bara að meta menn að verðleikum,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort að honum finnist að sér vegið, þegar fólk kjafti um kynhneigð hans, sagði hann: „Mér finnst að þetta fólk eigi að hafa frelsi. Við getum ekki látið rónann koma óorði á brennivínið,“ sagði Hannes.Þetta særir þig ekki? „Mér finnst menn vera of mikið í því að kveinka sér. Það er eins og æðruleysið og karlmennskan séu ekki í tísku í okkar þjóðfélagið. Það þurfa allir að vera einhver fórnarlömb. Ég lít ekki á mig sem fórnarlamb. Ég myndi frekar líta á Braga Ólafsson sem fórnarlamb, vegna þess að hann augljóslega er fórnarlamb fordóma, til dæmis um samkynhneigt fólk og hægri menn. Það blasir við af öllu því sem ég hef lesið um þetta leikrit. Og því miður er það allt á þann veginn að mig langar ekkert að fara á það, og horfa á það, þó ég sé mjög ánægður með viðfangsefnið sjálft.“Viðtalið má horfa á hér. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
„Mér finnst það nú eiginlega blasa við af blaðafréttum, að ég hljóti að vera aðalfyrirmyndin. Ég verð nú að segja eins og er, mér finnst það nú löngu tímabært, ég er nú orðinn sextugur, að það yrði skrifað um mig leikrit,“ segir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hannes var í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi í kvöld, og var þar spurður út í leikritið Maður að mínu skapi eftir Braga Ólafsson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Aðalpersónan, Guðgeir Vagn sem leikin er af Eggerti Þorleifssyni, þykir minna mjög á Hannes Hólmstein og var það meðal annars staðhæft í leikdómi í DV um miðjan mánuðinn. Guðgeir er sakaður um ritstuld en svarar því til að hann steli ekki bókum heldur setji bara nafn sitt á þær. „Gefið er í skyn að bæði Guðgeir og Klemens séu skápahommar,“ sagði í leikdómi DV. Hannes sagðist í Kastljósi í kvöld ekki hafa séð leikritið, og langaði ekki að sjá það. Sagði hann að það beri öllum saman um það að ekki megi brjóta aðallögmál listarinnar: að vera leiðinlegur. „Á mér hvílir engin tilkynningarskylda um mitt einkalíf. Ég hef ekkert að fela þar. Ég gæti alveg sagt við þig, að ég er ekki í neinum skáp, en ég er með þykkan skráp. Þannig ég er kominn með það mikið sigg á sálina og tek því ekkert illa, og kippi mér ekkert upp við það, þó að menn deili á mig,“ sagði Hannes. Þá sagðist hann meðal annars gera athugasemdir við leikritið, byggt á því sem hann hafi lesið um það. „Þar eru klisjukenndar árásir á samkynhneigt fólk. Og ég hélt satt að segja að við værum vaxin upp úr því. Menn eru hvorki betri né verri fyrir það að vera hægri menn, og menn eru hvorki betri en verri að vera gagnkynhneigðir eða samkynhneigðir. Eða eins og margir fjölmiðlamenn eru, sjálfkynhneigðir, þannig að það á bara að meta menn að verðleikum,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort að honum finnist að sér vegið, þegar fólk kjafti um kynhneigð hans, sagði hann: „Mér finnst að þetta fólk eigi að hafa frelsi. Við getum ekki látið rónann koma óorði á brennivínið,“ sagði Hannes.Þetta særir þig ekki? „Mér finnst menn vera of mikið í því að kveinka sér. Það er eins og æðruleysið og karlmennskan séu ekki í tísku í okkar þjóðfélagið. Það þurfa allir að vera einhver fórnarlömb. Ég lít ekki á mig sem fórnarlamb. Ég myndi frekar líta á Braga Ólafsson sem fórnarlamb, vegna þess að hann augljóslega er fórnarlamb fordóma, til dæmis um samkynhneigt fólk og hægri menn. Það blasir við af öllu því sem ég hef lesið um þetta leikrit. Og því miður er það allt á þann veginn að mig langar ekkert að fara á það, og horfa á það, þó ég sé mjög ánægður með viðfangsefnið sjálft.“Viðtalið má horfa á hér.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira